19 desember 2007
19 september 2007
14 september 2007
Hlakka til helgarinnar
Jæja þá er að koma enn önnur helgin. Tíminn er hættulega fljótur að líða. En þetta stefnir í flotta helgi. Jónatan er að koma í kvöld en hann er nýskráður sem flugkappi hjá FÍ. Hann var dáldið smeykur við að fljúga einn en svo kom í ljós að afi hans og amma eru skráð með sama flugi og hann...bæði fram og til baka.
Hann er búinn að setja saman þétt prógramm fyrir helgina en það er nokkurnveginn svona:
Fös.
21:10 Sækja kauða
21:30 MacDonalds
22:00 Heim að sofa
Lau
10:00 Vakna og morgunmatur
11:30 Horfa á Liverpool leik
13:30 Pizza Hut
14:00 Skoðunarferð um Smáralindina
15:00 Húsdýragarðurinn
17:00 Bíó
19:00 Heimsókn til afa og ömmu
22:00 Heim að sofa
Sun
10:00 Vakna og morgunmatur
12:00 Keyra á Akranes og heimsækja mann og annan
16:00 Komið aftur í bæinn og kíkt í Kringluna
17:40 Mæting á flugvöll
18:10 Flogið aftur austur
19.00 Þráinn leggst upp í rúm og andar:D
Hann er búinn að setja saman þétt prógramm fyrir helgina en það er nokkurnveginn svona:
Fös.
21:10 Sækja kauða
21:30 MacDonalds
22:00 Heim að sofa
Lau
10:00 Vakna og morgunmatur
11:30 Horfa á Liverpool leik
13:30 Pizza Hut
14:00 Skoðunarferð um Smáralindina
15:00 Húsdýragarðurinn
17:00 Bíó
19:00 Heimsókn til afa og ömmu
22:00 Heim að sofa
Sun
10:00 Vakna og morgunmatur
12:00 Keyra á Akranes og heimsækja mann og annan
16:00 Komið aftur í bæinn og kíkt í Kringluna
17:40 Mæting á flugvöll
18:10 Flogið aftur austur
19.00 Þráinn leggst upp í rúm og andar:D
10 september 2007
Róleg helgi
Já þetta var bara róleg og þægileg helgi. Var ekkert að vinna og gat bara slakað á. Fór í leiklestur með Hugleik á laugardegi og sunnudegi. Þar voru lesin 5 MJÖG mismunandi leikrit. Þau voru súr, fyndin, alvarleg, söguleg, ýkt og ég veit ekki hvað og hvað. Mjög gaman samt. Fór svo í matarboð á Akranes...fékk ofur kjúlla a´la systir.
í vikunni ætla ég svo í bíó að sjá Astropíu...hef ekki farið í bíó síðan ég sá Pirates of the Carabian. Annars er bara nóg að gera í vinnunni. Er að undirbúa Starfsdag sem haldinn verður í Skagafirðinum, Landsmót sem haldið verður í Vestmannaeyjum og Stílkeppni sem haldin verður í Kópavoginum.
Það er ótrúlega mikill munur að keyra í vinnuna úr Kópavoginum en úr Breiðholtinu. Það er nánast eðlilegur umferðarhraði úr Kópavoginum á meðan það er allt stopp úr Árbænum og Breiðholti. Það er sem sagt satt hjá kauða....ÞAÐ ER GOTT AÐ BÚA Í KÓPAVOGI:)
í vikunni ætla ég svo í bíó að sjá Astropíu...hef ekki farið í bíó síðan ég sá Pirates of the Carabian. Annars er bara nóg að gera í vinnunni. Er að undirbúa Starfsdag sem haldinn verður í Skagafirðinum, Landsmót sem haldið verður í Vestmannaeyjum og Stílkeppni sem haldin verður í Kópavoginum.
Það er ótrúlega mikill munur að keyra í vinnuna úr Kópavoginum en úr Breiðholtinu. Það er nánast eðlilegur umferðarhraði úr Kópavoginum á meðan það er allt stopp úr Árbænum og Breiðholti. Það er sem sagt satt hjá kauða....ÞAÐ ER GOTT AÐ BÚA Í KÓPAVOGI:)
06 september 2007
Friðargæsla
Maður hefur nú svo sem ekki fylgst mjög náið með þessu blessaða Íraks máli okkar íslendinga en þó eitthvað. Það hefur reyndar verið erfitt að sleppa við að heyra þau ósköp sem dundu á í þinginu okkar síðasta kjörtímabil. Við vorum víst að taka þátt í stríði og það var meira að segja sagt að við værum með hermenn í Írak. En nú er hún Ingibjörg Sólrún komin til valda og hún hefur ákveðið að kalla heim allan friðargæluliðann okkar í Írak. Sem sagt...öll ósköpin voru einn friðargæsluliði!!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)