06 september 2007
Miðbærinn
Það er búið að vera mikið í umræðunni ófremdarástandið í miðbænum. Búið er að leita að mörgum sökudólgum. Tveir aðalsökudólgarnir virðast vera...ef marka má umræðuna...reykingarbannið og lítill bjórkælir í austurstrætinu. Ég einhvernveginn veit ekki alveg hvort þetta geti verið rétt. Jú vissulega er búið að vera mikið af fólki í miðbænum í sumar og svo virðist sem margir hafi skotist inn í vínbúðina og keypt sér einn kaldan...En er ekki sökudólgurinn aðeins ofar? Sko...veðrið í borginni var óvenju gott í sumar. Getur ekki verið að það sé ástæðan fyrir því að fólk var ekki eins mikið inni á skemmtistöðunum? Getur verið að það sé að einhverjum hluta ástæða þess að ásókn í kælinn í Austurstræti var svo mikil? Maður veit ekki...en kannski er alveg óþarfi að fara á límingunum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli