Já ég var skammaður áðan fyrir að era ekki nógu duglegur að blogga og verð ég því að gera bragarbót á því.
Ég fór austur um síðustu helgi og var mjög gaman. Ég fór á laugardeginum niður á Stöðvarfjörð og hjálpaði til við að undirbúa ljósanótt. Jónatan var þar með mömmu sinni og hjálpaði hann smá til líka. Ljósakvöldið tókst síðan mjög vel og það rættist heldur betur úr veðrinu. Það voru örugglega um 100-150 manns sem mættu þarna og gegnu um Steinasafnið eða dönsuðu við glamur harmonikkunanar.
Ég kom svo suður aftur í gær og var orðinn hálf slappur eftir vinnu. Í nótt fékk svo geggjaðan hit...örugglega 50 stig...og er hálf slappur í dag...kvefaður og sloj. Ég stefni svo á að flytja í kvöld yfir í Kópavog...ef ég nenni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Kópavogur? Hann er ekki nema í 7 mín. fjarlægð frá okkur! Alltaf heitt á könn og djúsý sögur með ef þér fýsist í :-)
Skrifa ummæli