Í gærkveldi var mér boðið með í göngu. Ganga átti á Rembu. Ég tók því náttúrulega fegins hendi en samkvæmt upplýsingaskilti átti það að taka einn og hálfan tíma að ganga þangað. Við lögðum af stað frá Grunnskólanum Hallormsstað um klukkan hálf sex en auk mín voru í hópnum Soffía Sveins, Magga Sveins og Sigga lögga. Ég bjóst við að þetta yrði bara róleg og þægileg ganga en þar hafði ég rangt fyrir mér...þetta var ekki nein útsýnisganga. Þær gengu þræl greitt og það var allt upp í móti...og sumstaðar 90° brekkur. Ég gerði mitt besta til að hanga í þeim og gekk það bara bærilega. En þegar að Rembu var komið settist ég niður móður og másandi...heyrðist þá í Soffíu..." Huh...einn og hálfur tími my ass...við vorum bara hálftíma". Ég ætlaði að reyna að segja eitthvað en kom ekki upp orði...ekki fyrr en þær fóru að líta ofar og tala um að ganga kannski bara alla leið yfir. Þá sagði ég að það væri örugglega ekkert gaman því það væri líklega bálhvasst hinu megin. Með það gengum við niður aftur og það var miklu betra. Villtumst reyndar örlítið úr af leið en fundum stíginn aftur eftir smá villuráf...þar fékk ég viðurnefni Ævintýra-Þráinn sem hljómar bara ágætlega.
Fór svo í Lagarfellið að ná í Jónatan og fékk þar dýrindis slátur og rófur. Nú sitjum við Jónatan og erum að spá í hvað skuli gera í dag. Honum langar ekkert út og segir að það sé kominn vetur en ég er á því að fara eitthvað á rúntinn...jafnvel á Stödda eða eitthvað. Það er ekki eins gott veður og verið hefur en það er þó þurrt og ca. 12 stiga hiti. Ég vona satt að segja að hann fari að rigna því lóðin er að skrælna úr þurrki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég fór út áðan með smá rigningu, setti á grasið hjá þér. En var svo gjafmild að fleiri fengu. Svo sorry ef þetta var ekki nægilega mikið vatn. Sé til hvað ég get gert á morgun. Ég er fædd við Ask Yggdralis og ég heiti Regn. Færi gróðri uppvöxt og lit.
Skrifa ummæli