Í gærkveldi kom til mín gott fólk. Það voru þau Oddur Bjarni, Jón Gunnar og Dandý OSOS sem kíktu á mig til þess að horfa á England-Brasilía. Við grilluðum og drukkum eðal-gott rauðvín með. Góður matur, gott vín og frábær félagsskapur. Oddur Bjarni flutti svo frá mér í morgun og kvöddumst við með táraflóði:D
Dandý kíkti síðan á mig í morgun til þess að sækja leyndó pakka...en hún er að halda upp á afmælið hennar Söndru í dag....sú á eftir að verða glöð þegar hún sér pakkann.
Ég fór á Stöðvarfjörð klukkan 10 í morgun að sækja Jónatan. Þar var vel tekið á móti manni að vanda. Við Jónatan ætlum síðan að njóta dagsins og ekki útilokað að við kíkjum í Atlavíkina og jafnvel inn í Skriðuklaustur. Í kveld munum við svo grilla og borða á okkur gat.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Voðalega er alltaf gaman hjá þér, bara stanslaus grillpartý og alls konar partý! Ég bara dauðöfunda þig ;-) Hlakka annars til að sjá þig á bleyjunni í næstu viku!
Skrifa ummæli