Jæja þá er að hefjast sláttur hér í Árskógunum. Við Hjalti lögga látum ekki smá ósamstöðu slá okkur út af laginu. Við fáum lánaðan slátturtraktor og ég ætla að nota ofur-slátturorfið mitt. Þetta verður heljarinnar heyskapur því grasið er orðið þónokkuð hátt.
Í kvöld fer ég síðan til Reykjavíkur og síðan til Vestmannaeyja í fyrramálið. Þar er undirbúningsfundur vegna landsmóts Samfés sem haldinn verður þar í byrjun október. Ég byrja samt ekki formlega hjá Samfés fyrr en 23. júlí...orðinn frekar spenntur:)
Mig langar svona að lokum spjalla dáldið um málið hennar Jónínu Bjartmarz en í gær var úrskurðað að RÚV hafi brotið siðareglur blaðamanna þegar þeir fjölluðu um málið. Ég hef heyrt fólk enn þann daginn í dag vera að úthúða Jónínu fyrir þetta mál. Jú tengsl hennar við stúlkuna eru ótvíræð en það hefur hvergi komið fram að það hafi ráðið því að stúlkan hafi fengið ríkisborgararéttinn.
Eftir þessa umfjöllun stóð mikill fjöldi landsmanna upp og sakaði Jónínu um misbeitingu valds síns...en það var ekki að gagnrýna þá nefnd sem raunverulega tók ákvörðunina. RÚV og hluti þjóðarinnar dæmdi sem sagt Jónínu þrátt fyrir að hafa engar sannanir fyrir því að hún hafi nokkurs staðar komið nálægt málinu...en vitanlega tengdist hún tengdadóttir sinni.
Á sama tíma birtir síðan RÚV fullt af trúnaðarupplýsingum í sjónvarpinu og fólki virðist vera alveg sama um það!!!! Hvað er í gangi hjá okkur Íslendingum í dag...er okkur sama þó fólk sé "tekið af lífi" án þess að búið sé að sanna sekt þeirra í dag...Er nóg fyrir okkur að fjölmiðlar segi okkur það? Ókey...það eru örugglega einhverjir sem segja að þeir séu sannfærðir um að hún hafi misbeitt valdi sínu en það er enginn sem hefur beinlínis sannað það...og síðast þegar ég vissi þá er maður saklaus þangað til sekt manns er sönnuð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Alveg er ég sammála þér, þetta var bara fáránlegt!
Skrifa ummæli