13 júní 2007

Alltaf fer ég suður

Nú er ég búinn að vera heima í nokkra daga og er þegar farinn að pakka fyrir næstu ferð. Á morgun fljúgum við Jónatan í borg óttans. Við ætlum að skemmta okkur þar á morgun en förum svo á Akranes á föstudagsmorgni. Þar pikkum við upp Friðbjörgu systir og dætur hennar tvær, Aþenu og Hildi Ýr. Við brunum svo í Munaðarnes þar sem við höldum upp á 70 ára afmæli pabba. Á sunnudeginum ætlum við Jónatan að chilla í borginni og njóta hátíðarinnar. Vona bara að við fáum gott veður. Við komum svo heim aftur á mánudeginum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir pakkann. Súkkulaðið gott og ilmurinn af kertinu alveg klikk... takk enn og aftur og góða skemmtun í borginni.. :)