Þetta er búinn að vera þéttur dagur. Vaknaði á Arahólum klukkan 7:30 og hafði mig til fyrir flug til Vestmannaeyja. Klukkan 8 hringdi Aldís Fjóla í mig og söng fyrir mig lagið "Hrognin með kartöflur í hálsinum"...mjög spes. Hún sagði mér alveg fullt sem ég mun blogga um á morgun. Klukkan 9:20 flaug ég ásamt Haffa framkvæmdarstjóra Samfés og Agnari úr Árbæ til Vestmannaeyja og funduðum þar um fyrirhugað landsmót Samfés sem halda á þar í haust.
Í hádeginu var gert fundarhlé og var okkur þá ekið áleiðis á einhvern veitingastað. Hann var niður við bryggju og þegar þangað var komið var mér réttur vindjakki og sagt "til hamingju með daginn". Var svo farið með mig út í gúmmíbát og við sigldum í einn og hálfan tíma í kringum eyjarnar í flottu veðri. Fengum sögur og annað beint í æð og sáum m.a. seli og hvali. Svo fékk ég óvænt brúnkukrem en einhver fuglsgarmurinn náði að drulla í andlitið á mér...það er bara gaman. Eftir siglinguna var síðan etið og svo kláruðum við fundinn, flugum til Reykjavíkur og ég síðan alla leið austur. Núna er ég að spá í að fara á Nielsen en þar er Lóa með eitthvað afmælisteiti en hún á líka afmæli í dag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju með daginn.
10 árum og 4 dögum! Spurning hvort þú manst hvað þetta þýðir!
Hilsen frá baunalandi
Til lukku - lif í krukku - en ei með hrukku (-r) :-)
Skrifa ummæli