11 júní 2007
Heima er bezt
Það er gott að vera kominn heim og það var æðislegt að sofa í rúminu sínu. Í dag erum við Silla að klára umsóknina fyrir BÍL...kláruðum reyndar í gær en þar sem vinnutölvan mæin virkaði gátum við ekki alveg klárað. Ég er síðan að byrja að ganga frá í vinnunni áður en ég hætti. Ég heyrði í Jónatan í gær og hann er mjög spenntur fyrir suðurferðinni okkar. Við förum væntanlega á miðvikudaginn suður og chillum þar í 2 daga. Á föstudeginum förum við siðan á Akranes og sækjum Friðbjörgu systir og dætur hennar. Þaðan förum við svo í Munaðarnes og eyðum þar helginni með familíunni en pabbi gamli ætlar að halda upp á sjötugsafmælið sitt þar. Hugsa að við Jónatan komum aftur heim á mánudaginn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
VÁ!!! til hamingju með nýju vinnuna og nýja lífið og allt bara... skemmtið ykkur vel í ferðinni og ég hlakka sssssvvvvvvoooo til að borða með þér... er það nielsen sunnudaginn 15. júlí? Já og svo læturðu mig bara vita ef þig vantar ritara í nýja starfinu ;)
Þetta er ekki í Munaðarnesi sem við förum heldur heitir þetta Signýjarstaðir og er rétt við Hvítá :) En það er auðvita bara aukaatriði hvar við verðum þetta verður örugglega rosa rosa skemmtilegt ;)
Ég ætla sko ekkert að vera á einhverjum Signýarstað...ég ætla að vera í Munaðarnesi:D
hef ekki sofið síðan ég las um flugferðina þína. núna fer ég aldrei aftur til reykjavíkur.. ekki nema ég gleymi þessari lýsingu. velkominn heim
Skrifa ummæli