09 júní 2007

Frábær vika

Já það er svo sannarlega hægt að segja að vikan hafi verið viðburðarík. Ég er sem sagt kominn heim að sunnan úr frægðar för:) Hér á eftir ætla ég aðeins að rifja ferðina upp.

Mánudagur: Ég fór suður með Fokker 50. Ég steinsvaf í vélinni en vaknaði við öskur og læti...vélin var að lenda sem sagt og fékk á sig hliðarvind í lendingunni. Við það hallaðist vélin og lenti síðan á vinstra hjólinu...skaust svo upp í loftið aftur og lenti síðan á því hægra en vinstra hjólið fylgdi síðan fast á eftir...en ég sem sagt glaðvaknaði. Ég tók á leigu bílaleigubíl og fór beint í Hitt Húsið en þar mætti ég í atvinnuviðtal hjá Samfés. Þeir voru sem sagt að auglýsa eftir framkvæmdarstjóra og var ég einn af 8 umsækjendum. Við vorum síðan 3 valdir til þess að mæta í viðtal. Viðtalið gekk bara vel og leið mér mjög vel eftir það. Eftir viðtalið fór ég síðan í Þjóðleikhúsið að kanna aðstæður...þar var tekið vel á móti mér og fórum við yfir það sem gera þurfti. Ég gerði það sem gera þurfti og var búinn að því svona um fimm leitið. Um kvöldið fór ég síðan í mat hjá mömmu og pabba. Fékk þar fínan kjúkling með frönskum.

Þriðjudagur: Ég vaknaði snemma og fór niðri Aðalflutninga til þess að leiðbeina þeim með leikmyndina. Fór síðan upp í Þjóðleikhús á smá fund sem gekk mjög vel. Klukkan tvö fékk ég síðan hringingu frá Samfés þar sem mér var sagt að ég fengi starfið...ég er sem sagt orðinn framkvæmdarstjóri Samfés. Stuttu eftir það sótti ég Unni, Pétur, Eygló og Fjólu á flugvöllinn. Eygló skutlaði ég síðan í Mosó en Fjóla fór til dóttur sinnar...við hin fórum í Kringluna. Um kvöldið borðuðum við síðan saman...ég, Oddur Bjarni, Unnur, Eygló og Lóa en við snæddum dýrindis máltíð á Ning´s. Eftir það skiptum við Oddi út fyrir Óttar (kærasti Lóu) og fórum í bíó. Við sáum Pirates of the Carabbian í VIP sal...það var þægilegt og myndin var bara nokkuð skemmtileg.

Miðvikudagur: Ég og Unnur fórum snemma niðrí Þjóðleikhús og hittum þar Odd Bjarna og Ásdísi...ræddum þar nokkur mál og eftir það fórum við og versluðum það sem eftir var að versla. Klukkan þrjú kom síðan Aðalflutningar með leikmyndina...þeir reyndar þurftu að koma þrisvar sinnum því það kom í ljós að þeir gleymdu einu bretti og síðan gleymdu þeir göngugrindinni. En þetta skilaði sér allt. Allir sem enn tóku nú til við að henda leikmyndinni upp og fengum við aðstoð frá sviðsmönnum Þjóleikhússins. Þeir voru vægast sagt frábærir og var aldrei neitt vesen. Samhliða þessu var síðan unnið í ljósum. Klukkan tíu var síðan allt komið upp og fórum við þá upp á gistiheimili en Unnur var eftir til að mála leikmyndina. Ég, Solla, Eygló og Fjóla fengum okkur síðan einn öl fyrir svefninn.

Fimmtudagur: Vorum mætt upp í leikhús klukkan tíu og var þá byrjað að kjúa inn ljósin. Það tók reyndar ansi langan tíma og fór það reyndar þannig að því lauk ekki fyrr en um klukkan fjögur. Þá var tekið létt tæknirennsli og svo fengum við pásu klukkan sex. Þá fórum við og gleyptum í okkur en við vorum mætt aftur um sjöleytið. Sýningin hófst svo klukkan átta og við vorum að sjálfsögðu með rauða lukt ( þýðir að það var uppselt). Sýningin heppnaðist mjög vel og áhorfendur tóku okkur frábærlega. Eftir sýninguna var síðan Þjóðleikhúsið með móttöku fyrir okkur og gaf okkur blóm og steinflís úr vegg þjóðleikhússins. Einnig fegnum við snyttur og léttvín. Þegar þessu lauk fórum við á tónleika með Ljótu hálfvitunum. Þeir voru alveg frábærir.

Föstudagur: Fórum allt of snemma á fætur...en við vorum bara svo svöng. Ég bauð upp á morgunverðarhlaðborð í stráka-íbúðinni og eftir það var farið að versla í Kringlunni. Ég verslaði alveg helling og er bara sáttur við það sem ég keypti. Ég, Solla og Eygló eyddum svo saman deginum en ég er ekki frá því að þær hafi gengið í barndóm þennan dag...Um tvö leitið fórum við síðan og hvíldum okkur fram að sýningu. Klukkan fjögur fékk ég meldingu frá Þjóðleikhúsinu að það væri uppselt og allar línur rauðglóandi. Það þýddi það að við fengum rauða lukt en það telst mikill heiður. Sýningin tókst síðan frábærlega vel og áhorfendur voru æðislegir. Eftir sýningu fórum við svo í partý í Hljómskálann en hún Bára Siggulárusystir reddaði okkur því. Þar var mikið grín og glens en um klukkan þrjú var svo farið á pöbbinn. Við eldri borgarar vorum reyndar alveg búnir á því og fórum bara heim í háttinn.

Laugardagur: Ég vaknaði alveg dauðþreyttur um klukkan tíu. Fann Steinar Pálma inn í herbergi en hann hafði einhvernveginn náð að skila sér heim. Við pökkuðum niður og fórum í Kringluna og fengum okkur kaffisopa. Klukkan hálffjögur vorum við síðan mætt á flugvöllinn og tékkuðum okkur inn. Þegar síðan var kallað út í vél varð mér litið á flugmiðann minn og sá að ég hét Fríða Margrét Sigvaldasóttir...ég hugsaði með mér að þetta gæti bara gerst fyrir mig og fór í afgreiðsluna þar sem 5 stúlkur voru með smá saumaklúbb. Þær hlógu smá að mér og sögðu að ég væri bara fín Fríða. Þegar ég svo kom í röðina aftur tók ég eftir því að röðin hafði ekkert færst áfram...ung stúlka var í einhverjum vandræðum við hliðið:D

En sem sagt frábær ferð og þúsund þakkir til allra sem tóku þátt í þessu ævintýri okkar:)

2 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Takk aftur fyrir frábæra sýningu, til hamingju með aðsóknina sem var vel verðskulduð, og með starfið sem er örugglega vel verðskuldað líka :-)

Siggadis sagði...

Knús og kjamms áfram til þín, kjallinn minn - agalega gamann að sjá þig :-)