27 júní 2007
Fyndinn drengur
Jónatan háttaði sig inn í stofu áðan og ég var inn á baði að bursta tennurnar. Ég kallaði á hann að koma að bursta og heyrði að hann lagði af stað. Eftir smá stund lít ég fram og sé þá að hann hleypur í slow motion í áttina til mín. Hann var ber að ofan og í rauðum nærbuxum. Hann stoppaði...leit á mig skælbrosandi og sagði....ég er í nærbuxum frá Dress-mann....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hann Jónatan þinn er svo fyndinn lítill maður, ég sé hann í anda. Var hann með húfuna góðu?
Hann er bara snillingur hann frændi minn :)
Segðu honum að ég geymi syrpuna hans vel og komi með hana til hans í júlí
Skrifa ummæli