Jæja þá er bara ein vika þangað til við förum í Þjóðleikhúsið og ég er að verða virkilega spenntur. Við munum öll (já eða næstum öll) gista á Duna Guesthouse þá daga sem við verðum fyrir sunnan. Þetta verður alveg rosalega gaman.
Í gærmorgun fékk ég sms frá Unni þess efnis að Hrafnkell A. Jónsson væri dáinn. Hann var búinn að berjast við krabbamein í einhvern tíma og hafði meinið betur síðastliðna nótt. Hrafnkels verður sárt saknað.
En þá að öðru...Oddur Bjarni er allur að koma til í FIFA 2007 og er það bara ágætt. Hann vann nokkra leiki í nótt...tvo. Við reyndar spiluðum ekki lengi því ég var dottlið þreyttur og fór snemma að sofa miðað við hver venjan er orðin.
Í kvöld verður síðan síðasta rennsli áður en við förum suður. Annað kvöld ætlum ég, Jón Gunnar og Oddur að grilla og horfa á England-Brasilía. Það verður bara næs. Ég ætla síðan að vera með Jónatan um helgina og munum við vafalaust fara í Atlavíkina því það spáir frábæru veðri.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þessi vinur þinn er ekkert rosalegur í leiknum, en samt ágætis náungi greinilega. Takk fyrir grillmatinn, rauðvínið, fermingafranskarnar, kaffið, súkkulaðið, ísinn, leisíbojinn og svo framvegis.. já og hjólið hehehhhe
Skrifa ummæli