13 júlí 2007

All righty then

Jæja þá er maður allur að koma til. Kominn á fætur og hálbólgan á undanhaldi. Við Jónatan hófum daginn á tölvuleikjum enda rigndi úri....sem er bara gott. Ég var farinn að hafa áhyggjur af lóðinni minni. Hún er ekki það vel þökulögð að hún megi við þurrka tíma líka.

Friðbjörg systir kemur á mánudaginn með sína hele family. Við Jónatan ákváðum að vera grand á því og bjóða þeim í bústað...fórum að skoða hann í dag og henn er mjög flottur. Meira að segja heitur pottur!!! Við ætlum í bústaðinn á mánudaginn og vera í honum þá vikuna eða þar til ég fer suður.

Aldís Fjóla kom í óvænta heimsókn í dag en hún er búinn að vera hellings tíma í Danmörku. Þar "vann" hún á geðveikrahæli...að hennar eigin sögn. Mér finnst í raun aðdáunarvert hvað Danirnir eru farnir að nota þróaðar leiðir til þess að fá geðveikan einstakling til þess að finna sig sem hluta af samfélaginu. Aldís fékk þarna frítt fæði og húsnæði og meira að segja var henni sköffuð náttföt. Hvernig hún slapp þaðan veit ég ekki en hún kenndi mér allavegna leik í dag sem hún lærði þarna úti. Hann heitir "Passe dig når jeg stikker mine putte i dine næse". Einstaklega óhugnanlegur leikur.

Á morgun er stefnan tekin á að skoða Austurlandið og jafnvel farið inn í Sænautasel og Klaustursel.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kæri elsku besti Cheswick.

Við (McMurphy) vorum búnir að ákveða að horfa á leikinn í klefanum þínum. Má McHebbi koma á leikinn á morgun?? Plís!
(ég sprengi bílinn þinn í tætlur ef ég fæ slæm viðbrögð, ég kem með nammi)

Þinn vinur Scanlon

Nafnlaus sagði...

Sæll Scanlon...ekki vill ég tapa bílnum mínum svo McHebbi er velkominn. Ég ætla samt ekki að segja ykkur hvað ég geri ef þið verðið óþekkir.

Ps. Útsending byrjar klukkan 20:30.

Þinn vinur,

Charles Cheswick