14 júlí 2007

Hebb

Við Jónatan ætluðum að fara að kíkja á Kárahnjúkinn í dag en við sáum ekki rassgat fyrir þoku. Fórum reyndar út að borða fyrst...fórum á nýja Tapas staðinn og pöntuðum okkur Lasagna. Um leið og við fengum matinn komu 3 menn inn og röðuðu í sig bjór og skotum...urðu blindfullir og leiðinlegir...ég fer ekki aftur þarna með Jónatan...alla vegna ekki í nokkur ár.

Á morgun ætlum við að fara inn í Sænautasel og Klaustursel. Sigríður og Soffía ætla með okkur og kannski Hlynur. Á mánudaginn tökum við síðan bústað í Úlfsstaðaskógi og tökum á móti Friðbjörgu og fjölskyldu. Verðum þar í nokkra daga en svo er ég farinn suður á bóginn. Ég hlakka mjög til að byrja að vinna. Það eru svo mörg skemmtileg verkefni að glíma við.

Engin ummæli: