Þá er maður að vinna og vinna. Nóg að gera...fór í mat áðan...keypti mér samloku og safa og fór settist á Austurvöllinn. Hitti þar fullt af fólki sem ég þekki...meira að segja Möggu Sveins...þetta er ekki stór heimur:D
Á morgun ætla ég síðan að keyra austur. Aldrei að vita nema maður renni á Borgarfjörð eða eitthvað. Ætla síðan að gera allt klárt fyrir Sigríði svo hún geti flutt inn. Vonandi getur hún flutt inn á sunnudag. Á mánudaginn ætla ég svo að fljúga suður á fund og svo austur aftur á þriðjudag. Verð svo fyrir austan fram í miðjan ágúst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
PIff.. þú ert alltaf að koma og fara.. Villistu aldrei ?
Skrifa ummæli