Vegna fjölda áskoranna fór ég ekki í golfmótið í gærkveldi. Mig grunar reyndar að aðrir keppendur hafi fengið þær Guðnýju og Höllu til þess að fá mig til að keppa ekki...en alla vegna það tókst. Ég ligg reyndar enn lasinn heima og er að verða sturlaður úr leiðindum. Frábært veður úti og ég hangi bara inni. Ég hugsa samt að ég stelist út seinnipartinn....ég bara get þetta ekki lengur...maður hefur varla farið út í 3 daga!!!!
Ég er enn að velta því fyrir mér hvort ég tek þátt í meistaramótinu um helgina. Langar dáldið en ég hef ekkert náð að spila í sumar. Annars fer ég bara með föruneyti inn í Sænautasel og Klaustursel...jafnvel inn í Laugavallalaugina þar sem hægt er að fara í náttúrulega heita laug og alvöru sturtufoss.
Friðbjörg systir kemur síðan á mánudaginn og munum við feðgar taka vel á móti fína fólkinu að sunnan. Ég veit ekki hvað þau stoppa lengi en ég stefni á að vera kominn suður ekki seinna en 20. júlí. Ég byrja svo að vinna 23. júlí og ég hlakka svakalega mikið til.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gott að hafa áhrif;-) Hlakka til að fá flottan mann í stól framkvæmdastjóra Samfés,- þá fer eitthvað að gerast á þeim bæ! Knús og láttu þér batna fljótt!
Æi, greyið þú að vera lasinn. Vonandi batnar þér sem allra fyrst.
Kv. Vilborg
Stundum þá vistast ekki það sem ég skrifa.. ég tek það mjög nærri mér.
Skrifa ummæli