Jæja þá er skatturinn búinn að kveða upp dóm sinn og verð ég að segja hann hafa verið mér nokkuð góður þetta árið. Hann henti í mig vænni fúlgu og ég þarf ekkert að borga til baka. Hef yfirleitt fengið einhverja þúsundkalla 1. ágúst og þurft svo að borga svipað til baka einu sinni í mánuði út árið....Mér hefur alltaf fundist þetta skrítið fyrirkomulag.
En ég var ekki skattakóngur þetta árið...reyndar ekki í fyrra heldur. En nú eins og síðustu ár er aftur komin upp sú umræða um hvort skatturinn eigi að birta eða gefa út allar þessar upplýsingar. Fólk stendur upp á afturfæturnar og segir að fólki komi ekkert við hvað nágrannin hafi í laun og svo framvegis. Ég verð reyndar að segja fyrir mitt leiti þá líður mér ekkert betur þó að ég viti hvað Stebbi nágrenni hefur í laun...eða hvað hann borgar í skatt. Mér gæti bara ekki staðið meira á sama.
En ég er að spá...ætli það sé í alvörunni til fólk sem beinlínis líður illa ef þeir vita ekki hvað nágranninn hefur laun og skatta?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Einu sinni vann ég hjá Tollstjóra. Í gjaldadeildinni, þar sem allir koma alltaf brjálaðir með álagningaseðlana sína. Ég gat flett upp á því hvað hver á öllu landinu hafði í laun og hvort hann skilaði gjöldunum sínum.
En ég held að mesta fullnægingin í þessu starfi (fyrir utan tvö kaffihlé fyrir hádegi og klukkutíma í mat og skylduna að vera dónalegur við viðskiptavininn og horfa á hann eins og hanns sé fáviti ef hann spyr um eitthvað) hafi verið að læra pínulítið um hvernig þetta er nú alltsaman reiknað og hvers vegna álagningarseðlar eru mjööööög oft vitlausir. (Sem er út af innsláttarvillum. Sem er ástæðan fyrir því að ég hef farið mjöööög vel yfir þá síðan. ;-)
Hmmm, held ad folk se ekki mikid ad spa i hvad nagranninn se med i laun... hins vegar vil eg sja opna launaumraedu a Isladinu okku goda tvi tad studlar ad launajofnun kynjanna og vonandi myndi tad lika minnka bilid milli hinna riku og hinna fataeku sem er ordid alltof augljost!!! Og svona vid tessa umraedu vil eg baeta ad mer finnst ad allir skolar aettu ad hafa skolabuninga!!! hahaha, audvelt ad rifa kjaft tegar madur er ekki a stadnum... ciao mia amore, Gudny
Skrifa ummæli