01 ágúst 2007

Langt flug

Ég kom austur úr borginni í gærkveldi. Mætti á flugvöllin klukkan 18:45 en vélin átti að fara klukkan 19:30. Lenti í smá þrasi við afgreiðslustúlkuna en hún vildi ekki að ég færi með tölvutöskuna í handfarangri þar sem hún væri rúm 7 kíló en það má bara fara með 6 kíló!!! Komust að samkomulagi að ég myndi taka tölvuna úr töskunni þegar ég myndi setjast!!! En ókey...vélin fór í loftið klukkan 19:30 og allt gekk að óskum. Ég var farinn að sjá rúmið mitt í hillingum þegar um 20 mínútur voru eftir af fluginu...en þá allt í einu beygði vélin og sneri við. Flugstjórinn tilkynnti okkur það að ísingarvarinn væri bilaður og við myndum lenda í Reykjavik eftir 40 mínutur.

Hann sagði jafnframt að það myndi heil vél bíða okkur þar og við myndum bara ganga beint yfir í vélina. Eftir svona korter tilkynnir hann svo að við munum ekki fara beint yfir í aðra vél heldur fara inn i flugstöðvarbyggingu og bíða þar í 5-8 mínútur. Ok...við lentum ...og flugfreyjan segir...velkomin til Reykjavíkur!!! Við fórum inn í bygginguna en þá var okkur tilkynnt að það yrði kallað út eftir hálftíma!!!

Klukkan 21:30 fór síðan vélin í loftið. Lentum svo klukkan 22:30...3 tímum eftir að við fórum upphaflega í loftið...geggjað gaman.

3 ummæli:

Elísabet Katrín sagði...

He he...greinilega gaman, hefðir getað flogið til Köben á þessum tíma ;) spurning um að gera það bara frekar næst ;)

Nafnlaus sagði...

ég er ekki í köben.

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf sama flakkið hjá þér Reykjavík, Egilsstaðir, Reykjavík og aftur Egilsstaðir hahahah geri aðrir betur á einum degi.