Jæja þá styttist í að maður kveðji austurlandið aftur. Fer suður á miðvikudaginn en ætla reyndar á Stödda annað kvöld og gista hjá Jónatan en hann er hjá afa sínum og ömmu. Í kvöld ætla ég á Borgarfjörð að taka í spaðann á Aldísi.
Ég hlakka mjög til um helgina. Þá verð ég á Menningarnótt í Reykjavík í fyrsta skipti í mörg ár. Ég ætla að taka rólegt kveld og rölta á milli viðburða. Maður byrjar náttúrulega á Miklatúninu klukkan 16:00 en þá verða Ljótu Hálfvitarnir með tónleika. Svo verður það bara létt rölt um bæinn.
Mér sýnist reyndar sem ég verði að fylgjast með maraþoninu en ég þekki nokkra sem ætla að taka þátt þetta árið. Spurning um að hanna fána og kaupa þoku lúður og trommur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég er svo súr með þetta Ormsteiti á þessum blessaða degi.. Allt í gangi hjá prinsessunni sem á að vera i toppformi með fimleikunum og skátunum alla helgina sem þýðir að ég tek ekki þátt í mennó í Reykjó.. Það væri nú nær að halda Egilsstaða maraþon fyrir okkur sem erum haldin þessari blessuðu hlaupa geðsýki.. Argans fokk
von að það verði gaman hjá þér
Já, þú verður að rífa þig upp eldsnemma á menningarnóttina...hmmm virkar undarlega að skrifa þetta svona, en 10km hlaupið hefst kl.10 um morguninn...og Heila maraþonið kl.8:00 minnir mig :) Hlakka til að heyra í þokulúðrunum þínum ;)
Skrifa ummæli