Var að klára að horfa á úrslitaleikinn í Copa America. Þeir Jón Gunnar og Herbjörn mættu með rauðvín og gotterí til að horfa á leikinn. Ég hélt að Argentínumenn myndu slátra Brössunum og spáði þeim 6-0 sigri. Raunin varð þó önnur því Brassarnir unnu 3-0...þannig að það munaði 9 mörkum að ég hefði haft rétt fyrir mér!!!
í dag fórum við loksins í Sænautasel og Klaustursel. Sigríður sem ætlaði með okkur var of timbruð eða eitthvað þannig að við buðum Unni með okkur. Áttum fínan dag í sveitinni og Jónantan naut sín vel. Hann tók upp á því á milli Sænautasels og Klaustursels að telja þær kindur sem hann sá...Unnur sofnaði þegar hann var kominn upp í 38.
Þegar við komum heim fór Jónatan til Unnar og ég fór út að borða með Aldísi. Fengum fínan mat og spjölluðum helling.
Á morgun ætla ég svo að skila af mér lyklum af Nýung og funda með yfirmanninum. Eftir hádegi ætlum við Jónatan að fara inn í Möðrudal en Friðbjörg og fjölsylda ætla að vera þar næstu nótt. Ég ætla að gá hvort Villi geti hýst okkur eina nótt. Á þriðjudaginn förum viða svo með familíuna í sama túr og við fórum í dag og endum svo í bústað í Úlfsstaðaskógi. Gaman gaman...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Þú þekkir svo marga. Ert þú þessi viskubrunnur sem fólk talar um ?
Hei ég veit ekki að ég er að skrifa þetta, ég er með útstæð augu af sybbu og hjartað slær hraðar en tjútt í hraðlest. Ef ég ætti eina ósk myndi ég óska að ég sofnaði og ætti aðra í morgunsárið. Það væri cool... ert þú sofandi núna. ?
Hey...fyndið...ég er líka vakandi:D
Var ég að horfa á annan leik en þú og fréttastofa Bylgjunnar? Sá sem ég horfði á fór 6-4 fyrir Brössum eftir vítaspyrnukeppni??? Þú hafðir nú reyndar rétt fyrir þér með eitt, Argentínumenn voru mun betri í leiknum en það er víst ekki spurt um það;-) En af hverju segið þið 3-0???
Leikurinn fór 3-0. Baptista skoraði á 4.mínútu, Ayala skoraði sjálfsmark á 37. mínútu og síðan skoraði Alves 3ja markið á 65.mín...Þú ert örugglega að rugla saman þessum leik og úrslitaleiknum í HM undir 20 ára landsliða:)
Gott að fá skýringu haha!!! Ég var alveg rugluð á þessu;-) Sat nefnilega á sjúkrastofu hjá litlu systur minni sofandi og horfði á leik sem ég taldi vera í Suður Ameríkubikarnum en gat ekki haft hljóðið á og sá bara hvað gerðist og annað ekki! Knús
Skrifa ummæli