11 júlí 2007

Lasinn

Það er hræðilegt að vera lasinn á miðju sumri. Ég fór að finna fyrir hálsbólgu og slappleika á leiðinni austur á sunnudaginn. Síðan þá hefur þetta verið að versna og versna. Fór í morgun og lét athuga hvort ég væri með Streptokokka en svo var ekki...ætli ég verði bara ekki að fara í ÁTVR og versla eitthvað sterkt. Langar að fara í golfmót í kvöld...er reyndar ekki búinn að útiloka það enn að ég fari.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Golfmót í kvöld... hahaha... þú liggur í rúminu næstu vikuna ef þú ferð... belive you me :-D miss ya, kveðja Guðný

Nafnlaus sagði...

láttu þér frekar batna en þvælast á golfmót,- segðu bara já það var mótið sem ég hefði unnið ef ég hefði ekki verið lasinn;-)Bötnunarknús að sunnan!