09 júlí 2007

Road trip

Þá er maður kominn úr road trippinu. Fór á föstudaginn með Lóu og Rannveigu í road trip til Reykjavíkur. Fórum norðurleiðina og lögðum af stað klukkan tvö. Vorum mætt á írska daga á Akranesi um klukkan tíu. Þar var pabbi hennar Lóu búinn að bjóða okkur í grill sem við þáðum með þökkum. Í þessari grillveislu var fullt af fólki sem ég þekki og þar á meðal Friðbjörg systir og fjölskylda hennar. Við fengum geggjaðan grillmat...okkur var boðið upp á svínakjöt, kjúkling, nautakjöt, lamb, hrefnukjöt, döðlur með beikoni, kartöflusallat og örugglega eitthvað meira.
Eftir grillmat og skemmtileg heit fórum við til borgar óttans. Þær ætluðu eitthvað að djamma en ég var ekki i stuði til þess. Ég fór til Guðnýjar og gisti þar í góðu yfirlæti.

Á laugardaginn fór ég svo að vinna á Landsmóti UMFÍ í Kópavogi. Þar hitti ég fullt af skemmtilegu fólki. Um kvöldið var síðan boðið upp á tónleika með flottu tónlistarfólki og má þar m.a. nefna Bubba, Hara, Bjögga Halldórs, Svitabandið ofl. Búist var við 15-20.000 manns en það var alls ekki raunin. Aðeins um 2.000 manns mættu...og það var meira að segja frítt inn!!! Ég var yfir öryggismálum þarna og er óhætt að segja að þetta hafi verið rólegt kvöld.

Á sunnudeginum fórum við síðan að huga að heimferð. Ég, Guðný, Lóa, Óttar og Rannveig fórum fyrst í Smáralindina og fengum okkur að borða á Fridays...góður matur en fáranleg þjónusta. Eftir hafa kvatt Guðnýju með virtum fórum við svo af stað austur. Klukkan var reyndar orðin fimm þegar við lögðum af stað en veðrið var geggjað. Við fórum suður leiðina og fengum gott veður alveg á Klaustur en síðan var þoka og dubbungur restina. Við stoppuðum fimm sinnum á leiðinni...Hvolsvelli, Vík, Klaustri, Lóninu og Höfn. Við vorum síðan komin heim um hálf eitt leytið þreytt en sæl eftir skemmtilegt tripp.

Í dag er ég síðan smá slappur...hálsbólga og vesen en það lagast fljótlega. Ætla að vera duglegur að fara í golf í vikunni...jafnvel svo duglegur að ég nái meistaramótinu næstu helgi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekki skrítið að það hafi verið fáir á tónleikunum það voru allir hér á Lopapeysuballi :)
Vonandi ertu búin að jafna þig eftir allan grillmatinn, stelpurnar eru orðnar mjög spenntar að fara austur, Aþena Ósk heldur reyndar að hún sé að fara til útlanda hahaha

Sigga Lára sagði...

Og ekki skrítið að það hafi verið rólegt í gæslunni. Allir vandræðabelgirnir voru uppi á Akranesi. Enda heyrist manni á fréttum að menn hafi þótt vanta stórlega almennilega keppni í unglingadrykkju á landsmóti...

Nafnlaus sagði...

Það verður gaman að fá þig í nærheden Þráinn, við eigum vonandi eftir að tengja okkur e-ð í unglingamálunum líka eins og leiklistinni.
Mér fannst ekki fara mikið fyrir auglýsingum um Landsmótið eða umfjöllun,- kannski er ég bara svona út úr kortinu.... Var þar samt á setningunni, þar sem dóttir mín var fánaberi og hafði ég gaman af, ja flestu amk.!
Knús úr sólinni...

Nafnlaus sagði...

Blessaður kæri vinur.. Long time.. Þarf að bjóða þér í kaffi til mín eða mér til þín fljótlega :) Sé að þú hefur haft nóg að gera eins og ég.. gott að vera busy. .. sjáumst