Enn og aftur er komin helgi. Tíminn líður hratt þegar maður hefur nóg fyrir stafni. Það er reyndar allt of lítið eftir af sumrinu. Sumarið hefur reyndar ekki verið eins gott hér og í fyrra en ágætt samt. Bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði ákváðu á síðasta fundi sínum að skamma veðurfræðinga fyrir það að fá ekki nógu góðar veðurspár...eins og veðurfræðingar hafi mátt við meira einelti!!!!
Bæjarráð er að tala um það að vegna þess að veðurspár séu ekki alveg réttar hafi ferðamannafjöldi á Héraði ekki verið nógu mikill. Ég held reyndar að það sé ekki ástæðan. Ég held að ástæðan sé sú að veðrið á Suðurlandinu er búið að vera óvenju gott. Ef það rignir ekki í kringum borgina þá fer fólkið í ferðalög nær borginni. Ef það rignir þar fer fólk frekar í aðra landshluta. Ég aftur á móti er ekki sáttur við að veðurfræðingarnir standa alltaf fyrir Austurlandi!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hæ ég spái sól og blíðu í hjörtum landsmanna sól úti og inni hvar og hvenær sem er.. jarajajaja
nei ég blóta ekki mikið.. hef ekki orðið vör við það ég sjálf.
Skrifa ummæli