30 júlí 2007

Gobbitti gobb

Í gær fór ég á hestbak...hef ekki farið á hestbak í allavegna 15 ár. Jóna Björt bauð mér í smá túr...eða 2ja tíma túr í geggjuðu veðri og frábæru umhverfi. Það var ekki amalegt að ríða um Hallormsstaðaskóginn í 20 stiga hita, sól og blíðu. Ég er reyndar ekki alveg eins ánægður í dag...dáldið illt í botninum. Lítur ekki mjög vel út ef einhver spyr afhverju maður gangi svona...svarið yrði: " Jú var ríðandi í Hallormsstaðaskógi í 2 tíma í gær og er að drepast í rassinum".

Ég las í morgun þessa frétt á mbl.is. Þar segir frá manni sem hélt konu sinni í gíslingu í Þórsmörk. Ástæðan fyrir því að ég tek þetta upp hér er að maður er að heyra allt of mikið af svona hlutum. Er fólk alveg að tapa sér! Og svo í gær skaut maður annann mann sem var að taka saman við fyrrverandi konu hans!!! Á Íslandi!!! Á Kringlumýrabrautinni!!! Með riffli!!! Ég vona svo sannarlega að svona atburðir fái fólk til að hugsa...svo svona endurtaki sig ekki...

28 júlí 2007

Kominn heim

Jæja þá er maður kominn austur. Keyrði í gær og lenti í skrýtnu veðri...það axjúallí var haglél á leiðinni!!! Í lok júlí í 15 stiga hita!!! Ég hélt að ég hefði séð allt en greinilega ekki. Ég svaf eins og steinn í rúminu mínu í nótt. Fór síðan í morgunkaffi til Dandýar það var mjög gott. Í dag ætla ég svo að slaka á og undirbúa komu Sigríðar en hún flytur líklega inn á morgun. Var að spá í að fara á Borgarfjörð en mig langar frekar að slaka á...nenni ekki að keyra meira.

26 júlí 2007

Nóg að gera

Þá er maður að vinna og vinna. Nóg að gera...fór í mat áðan...keypti mér samloku og safa og fór settist á Austurvöllinn. Hitti þar fullt af fólki sem ég þekki...meira að segja Möggu Sveins...þetta er ekki stór heimur:D

Á morgun ætla ég síðan að keyra austur. Aldrei að vita nema maður renni á Borgarfjörð eða eitthvað. Ætla síðan að gera allt klárt fyrir Sigríði svo hún geti flutt inn. Vonandi getur hún flutt inn á sunnudag. Á mánudaginn ætla ég svo að fljúga suður á fund og svo austur aftur á þriðjudag. Verð svo fyrir austan fram í miðjan ágúst.

25 júlí 2007

Langt síðan

Jæja það er orðið langt síðan ég hef bloggað. Ég er sem sagt byrjaður í nýju starfi og líkar það bara alveg þrælvel. Mörg skemmtileg verkefni sem gaman verður að takast á við. Fyrsta daginn í vinnunni var mér falið að fara með Ungmennaráð Samfésar til Danmerkur og Svíþjóðar í lok ágúst...það verður bara gaman.

Ég er að spá í að koma austur um helgina og koma leigjandanum í íbúðina. Vonast svo til að geta verið fyrir austan megnið af ágúst.

Og svo að öðru...hvað er málið með þetta Saving Iceland dæmi!!! Leiðist fólki virkilega svona mikið að þetta er það eina sem því dettur í hug. Það er allt í lagi að mótmæla...en þetta eru ekki mótmæli...ég er meira að segja viss um að einhverjir þarna vita ekki einu sinni hvers vegna þeir eru þarna...þeir bara elta...eða eitthvað...en svona er Ísland í dag.

15 júlí 2007

Ekki spámaður í föðurlandi

Var að klára að horfa á úrslitaleikinn í Copa America. Þeir Jón Gunnar og Herbjörn mættu með rauðvín og gotterí til að horfa á leikinn. Ég hélt að Argentínumenn myndu slátra Brössunum og spáði þeim 6-0 sigri. Raunin varð þó önnur því Brassarnir unnu 3-0...þannig að það munaði 9 mörkum að ég hefði haft rétt fyrir mér!!!

í dag fórum við loksins í Sænautasel og Klaustursel. Sigríður sem ætlaði með okkur var of timbruð eða eitthvað þannig að við buðum Unni með okkur. Áttum fínan dag í sveitinni og Jónantan naut sín vel. Hann tók upp á því á milli Sænautasels og Klaustursels að telja þær kindur sem hann sá...Unnur sofnaði þegar hann var kominn upp í 38.

Þegar við komum heim fór Jónatan til Unnar og ég fór út að borða með Aldísi. Fengum fínan mat og spjölluðum helling.

Á morgun ætla ég svo að skila af mér lyklum af Nýung og funda með yfirmanninum. Eftir hádegi ætlum við Jónatan að fara inn í Möðrudal en Friðbjörg og fjölsylda ætla að vera þar næstu nótt. Ég ætla að gá hvort Villi geti hýst okkur eina nótt. Á þriðjudaginn förum viða svo með familíuna í sama túr og við fórum í dag og endum svo í bústað í Úlfsstaðaskógi. Gaman gaman...

14 júlí 2007

Hebb

Við Jónatan ætluðum að fara að kíkja á Kárahnjúkinn í dag en við sáum ekki rassgat fyrir þoku. Fórum reyndar út að borða fyrst...fórum á nýja Tapas staðinn og pöntuðum okkur Lasagna. Um leið og við fengum matinn komu 3 menn inn og röðuðu í sig bjór og skotum...urðu blindfullir og leiðinlegir...ég fer ekki aftur þarna með Jónatan...alla vegna ekki í nokkur ár.

Á morgun ætlum við að fara inn í Sænautasel og Klaustursel. Sigríður og Soffía ætla með okkur og kannski Hlynur. Á mánudaginn tökum við síðan bústað í Úlfsstaðaskógi og tökum á móti Friðbjörgu og fjölskyldu. Verðum þar í nokkra daga en svo er ég farinn suður á bóginn. Ég hlakka mjög til að byrja að vinna. Það eru svo mörg skemmtileg verkefni að glíma við.

13 júlí 2007

All righty then

Jæja þá er maður allur að koma til. Kominn á fætur og hálbólgan á undanhaldi. Við Jónatan hófum daginn á tölvuleikjum enda rigndi úri....sem er bara gott. Ég var farinn að hafa áhyggjur af lóðinni minni. Hún er ekki það vel þökulögð að hún megi við þurrka tíma líka.

Friðbjörg systir kemur á mánudaginn með sína hele family. Við Jónatan ákváðum að vera grand á því og bjóða þeim í bústað...fórum að skoða hann í dag og henn er mjög flottur. Meira að segja heitur pottur!!! Við ætlum í bústaðinn á mánudaginn og vera í honum þá vikuna eða þar til ég fer suður.

Aldís Fjóla kom í óvænta heimsókn í dag en hún er búinn að vera hellings tíma í Danmörku. Þar "vann" hún á geðveikrahæli...að hennar eigin sögn. Mér finnst í raun aðdáunarvert hvað Danirnir eru farnir að nota þróaðar leiðir til þess að fá geðveikan einstakling til þess að finna sig sem hluta af samfélaginu. Aldís fékk þarna frítt fæði og húsnæði og meira að segja var henni sköffuð náttföt. Hvernig hún slapp þaðan veit ég ekki en hún kenndi mér allavegna leik í dag sem hún lærði þarna úti. Hann heitir "Passe dig når jeg stikker mine putte i dine næse". Einstaklega óhugnanlegur leikur.

Á morgun er stefnan tekin á að skoða Austurlandið og jafnvel farið inn í Sænautasel og Klaustursel.

12 júlí 2007

Vegna fjölda áskoranna fór ég ekki í golfmótið í gærkveldi. Mig grunar reyndar að aðrir keppendur hafi fengið þær Guðnýju og Höllu til þess að fá mig til að keppa ekki...en alla vegna það tókst. Ég ligg reyndar enn lasinn heima og er að verða sturlaður úr leiðindum. Frábært veður úti og ég hangi bara inni. Ég hugsa samt að ég stelist út seinnipartinn....ég bara get þetta ekki lengur...maður hefur varla farið út í 3 daga!!!!

Ég er enn að velta því fyrir mér hvort ég tek þátt í meistaramótinu um helgina. Langar dáldið en ég hef ekkert náð að spila í sumar. Annars fer ég bara með föruneyti inn í Sænautasel og Klaustursel...jafnvel inn í Laugavallalaugina þar sem hægt er að fara í náttúrulega heita laug og alvöru sturtufoss.

Friðbjörg systir kemur síðan á mánudaginn og munum við feðgar taka vel á móti fína fólkinu að sunnan. Ég veit ekki hvað þau stoppa lengi en ég stefni á að vera kominn suður ekki seinna en 20. júlí. Ég byrja svo að vinna 23. júlí og ég hlakka svakalega mikið til.

11 júlí 2007

Lasinn

Það er hræðilegt að vera lasinn á miðju sumri. Ég fór að finna fyrir hálsbólgu og slappleika á leiðinni austur á sunnudaginn. Síðan þá hefur þetta verið að versna og versna. Fór í morgun og lét athuga hvort ég væri með Streptokokka en svo var ekki...ætli ég verði bara ekki að fara í ÁTVR og versla eitthvað sterkt. Langar að fara í golfmót í kvöld...er reyndar ekki búinn að útiloka það enn að ég fari.

09 júlí 2007

Road trip

Þá er maður kominn úr road trippinu. Fór á föstudaginn með Lóu og Rannveigu í road trip til Reykjavíkur. Fórum norðurleiðina og lögðum af stað klukkan tvö. Vorum mætt á írska daga á Akranesi um klukkan tíu. Þar var pabbi hennar Lóu búinn að bjóða okkur í grill sem við þáðum með þökkum. Í þessari grillveislu var fullt af fólki sem ég þekki og þar á meðal Friðbjörg systir og fjölskylda hennar. Við fengum geggjaðan grillmat...okkur var boðið upp á svínakjöt, kjúkling, nautakjöt, lamb, hrefnukjöt, döðlur með beikoni, kartöflusallat og örugglega eitthvað meira.
Eftir grillmat og skemmtileg heit fórum við til borgar óttans. Þær ætluðu eitthvað að djamma en ég var ekki i stuði til þess. Ég fór til Guðnýjar og gisti þar í góðu yfirlæti.

Á laugardaginn fór ég svo að vinna á Landsmóti UMFÍ í Kópavogi. Þar hitti ég fullt af skemmtilegu fólki. Um kvöldið var síðan boðið upp á tónleika með flottu tónlistarfólki og má þar m.a. nefna Bubba, Hara, Bjögga Halldórs, Svitabandið ofl. Búist var við 15-20.000 manns en það var alls ekki raunin. Aðeins um 2.000 manns mættu...og það var meira að segja frítt inn!!! Ég var yfir öryggismálum þarna og er óhætt að segja að þetta hafi verið rólegt kvöld.

Á sunnudeginum fórum við síðan að huga að heimferð. Ég, Guðný, Lóa, Óttar og Rannveig fórum fyrst í Smáralindina og fengum okkur að borða á Fridays...góður matur en fáranleg þjónusta. Eftir hafa kvatt Guðnýju með virtum fórum við svo af stað austur. Klukkan var reyndar orðin fimm þegar við lögðum af stað en veðrið var geggjað. Við fórum suður leiðina og fengum gott veður alveg á Klaustur en síðan var þoka og dubbungur restina. Við stoppuðum fimm sinnum á leiðinni...Hvolsvelli, Vík, Klaustri, Lóninu og Höfn. Við vorum síðan komin heim um hálf eitt leytið þreytt en sæl eftir skemmtilegt tripp.

Í dag er ég síðan smá slappur...hálsbólga og vesen en það lagast fljótlega. Ætla að vera duglegur að fara í golf í vikunni...jafnvel svo duglegur að ég nái meistaramótinu næstu helgi.

01 júlí 2007

Gæslustörf

Í morgun vöknuðum við Jónatan klukkan sjö og fengum okkur morgunmat. Við áttum að vera mættir til gæslustarfa á Hestamannamóti klukkan átta. Við vorum að sjálfsögðu mættir vel fyrir þann tíma. Ég sá sem sagt um stjórnstöðina fyrir björgunarsveitina. Við vorum þar til klukkan fimm og það var geggjuð sól allann tímann. Ég er ekki frá því að ég hafi brunnið aðeins en það er ekki endanlega komið í ljós...vona bara að þetta fari allt vel.

Jónatan tók með sér DVD spilara og horfði á 3 Star Wars myndir. Hann er dáldið skrýtinn í kollinum núna en það jafnar sig ábyggilega. Hann má samt alveg hætta að kalla mig Svarthöfða...svo segir hann alltaf dimmri röddu " You are my father"...mér finnst það ekkert fyndið.