01 júlí 2007

Gæslustörf

Í morgun vöknuðum við Jónatan klukkan sjö og fengum okkur morgunmat. Við áttum að vera mættir til gæslustarfa á Hestamannamóti klukkan átta. Við vorum að sjálfsögðu mættir vel fyrir þann tíma. Ég sá sem sagt um stjórnstöðina fyrir björgunarsveitina. Við vorum þar til klukkan fimm og það var geggjuð sól allann tímann. Ég er ekki frá því að ég hafi brunnið aðeins en það er ekki endanlega komið í ljós...vona bara að þetta fari allt vel.

Jónatan tók með sér DVD spilara og horfði á 3 Star Wars myndir. Hann er dáldið skrýtinn í kollinum núna en það jafnar sig ábyggilega. Hann má samt alveg hætta að kalla mig Svarthöfða...svo segir hann alltaf dimmri röddu " You are my father"...mér finnst það ekkert fyndið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jónatan er bara skemmtilegur krakki..
takk fyrir hjálpina í dag.