25 júlí 2007

Langt síðan

Jæja það er orðið langt síðan ég hef bloggað. Ég er sem sagt byrjaður í nýju starfi og líkar það bara alveg þrælvel. Mörg skemmtileg verkefni sem gaman verður að takast á við. Fyrsta daginn í vinnunni var mér falið að fara með Ungmennaráð Samfésar til Danmerkur og Svíþjóðar í lok ágúst...það verður bara gaman.

Ég er að spá í að koma austur um helgina og koma leigjandanum í íbúðina. Vonast svo til að geta verið fyrir austan megnið af ágúst.

Og svo að öðru...hvað er málið með þetta Saving Iceland dæmi!!! Leiðist fólki virkilega svona mikið að þetta er það eina sem því dettur í hug. Það er allt í lagi að mótmæla...en þetta eru ekki mótmæli...ég er meira að segja viss um að einhverjir þarna vita ekki einu sinni hvers vegna þeir eru þarna...þeir bara elta...eða eitthvað...en svona er Ísland í dag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er alfarið á móti fólki sem mótmælir og er svo að gista út um allt og borða fyrir skattpeninginn minn. Getur fólk ekki fengið sér vinnu eða sinnt fólki sem á bágt. ég er alveg að missa mig í því að eyða tímanum mínum í pirring.. Hæ þráinn hélt að þú hefðir gleymt passwordinu þínu.. Gott að sjá þig aftur í bloggheiminum.