28 ágúst 2007

Danmörk og Svíþjóð

Þá er maður kominn úr norðurlandaferðinni. Fór með ungmennaráð Samfés til Svíþjóðar og Danmerkur. Ferðin var mjög skemmtileg og tókst bara vel. Föstudagurinn og sunnudagurinn voru að vísu mjög langir og það var ekki mikið sofið í ferðinni...en maður er víst bara einu sinni ungur...hí hí hí.


Það var gaman að rölta um í miðbæ Köben. Yfirbragðið þar er allt svo rólegt að manni fannst stundum að maður ganga í svefni...eða eitthvað. Við fórum að sjálfsögðu í tívolíið og þar var ég gersamlega plataður til að fara í eitthvað það hræðilegasta tæki sem til er. Held það heiti Drekinn. Það er eitthvað tæki sem í allskonar hringi aftur á bak og áfram...ég hélt ég myndi enda líf mitt þarna. En allt kom fyrir ekki neitt...ég lifði þetta af en ætla ekki aftur í þetta. Alla vega ekki strax.


Ég stefni á að koma austur næstu helgi og verð þar í nokkra daga. Hlakka til að hitta Jónatan en ég sakna hans gríðarlega mikið. Maður kíkir líklega á ljósakvöld á Stöðvarfirði en það er haldið í Steinasafni Petru. Það er alltaf mjög flott og skemmtilegt.

23 ágúst 2007

Mikið að gera

Jæja þá er maður kominn á fullt í vinnunni. Náði líka menningarnótt í borginni. Hitti þar fullt af austfirðingum sem var mjög skemmtilegt. Ég tók daginn snemma og horfði aðeins á maraþonhlaupið. Þar þekkti ég nokkra hlaupara í 10. km skokki og eru hér tímar þeirra: Boðvar 53 mín, ELÓ 63 mín, Jón Gunnar 68 mín. Allt hörkuhlauparar. Ég reyndar sá ekki þegar ELÓ og Böðvar komu í mark en ég heyrði hvininn.

Klukkan 16 fór ég síðan og hlustaði á Ljótu Hálvitana á Miklatúni og voru þeir æðislegir. Þar hitti ég Jón og Sillu, Friðjón, Ragga, Lóu, Óttar, Zoffa, Böðvar, Odd Bjarna og Margréti. Um kvöldið rölti ég svo um borgina með þeim Friðjóni og Ragga....og við sáum FÆREYINGA!!!!

Á mánudaginn fór ég síðan á Samfés fund á Ísafirði. Við funduðum til fjögur en þá var tekið fundarhlé og farið á Flateyri en þar átti að sýna okkur kajaka. Við fórum í kajakana og okkur var ýtt úr vör...héldum svona að við værum að fara að róa í höfninni...en nei ekki aldeilis. Við rérum út úr höfninni og var stefnan tekin að landi hinu megin í firðinum. Þegar þangað var komið var tekin 90° vinstri beygja og róið inn fjörðinn. Veðrið var æðislegt...sól og logn. Eftir tvo tíma fórum við að spyrja hvað við myndum fara langt...þá sagði leiðsögumaðurinn..."Bara að bryggjunni...eða eigum við að fara lengra?" Við litum þá inn í botn og sá þar glitta í smá bryggju...við sögðum náttlega strax nei nei...og rerum af stað...en það var sama hvað við rérum alltaf virtist bryggjan vera jafn langt frá. En að lokum hafðist þetta þó og við komum á hótelið um klukkan átta sæl og glöð eftir allavegna 17 km kajakróður....jæja ókey 8 km.

Um kvöldið var síðan aðeins þjórað og spilað spil sem heitir Varúlf. Við spiluðum 4 spil og ég var 3svar varúlfurinn sem er einskonar met held ég. En í kvöld er ég að fara til Danmerkur með 14 unglinga. Það verður ábyggilega mjög gaman en ég segi ykkur frá því seinna.

13 ágúst 2007

Klukkaður

Dandý klukkaði mig þannig að ég verð að segja 8 staðreyndir um mig.

1. Ég held með Liverpool
2. Ég er framsóknarmaður
3. Ég er hálfpartinn að flytja í borg óttans
4. Ég á Subaru Legacy
5. Ég á 7 ára strák sem heitir Jónatan Leó
6. Ég ætla að skemmta mér á Menningarnótt
7. Mér finnst Ljótu Hálfvitarnir skemmtilegir
8. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er klukkaður.

Ég klukka síðan hana Friðbjörgu systir...KLUKK

Time out

Jæja þá styttist í að maður kveðji austurlandið aftur. Fer suður á miðvikudaginn en ætla reyndar á Stödda annað kvöld og gista hjá Jónatan en hann er hjá afa sínum og ömmu. Í kvöld ætla ég á Borgarfjörð að taka í spaðann á Aldísi.

Ég hlakka mjög til um helgina. Þá verð ég á Menningarnótt í Reykjavík í fyrsta skipti í mörg ár. Ég ætla að taka rólegt kveld og rölta á milli viðburða. Maður byrjar náttúrulega á Miklatúninu klukkan 16:00 en þá verða Ljótu Hálfvitarnir með tónleika. Svo verður það bara létt rölt um bæinn.

Mér sýnist reyndar sem ég verði að fylgjast með maraþoninu en ég þekki nokkra sem ætla að taka þátt þetta árið. Spurning um að hanna fána og kaupa þoku lúður og trommur.

11 ágúst 2007

Að gera veður

Enn og aftur er komin helgi. Tíminn líður hratt þegar maður hefur nóg fyrir stafni. Það er reyndar allt of lítið eftir af sumrinu. Sumarið hefur reyndar ekki verið eins gott hér og í fyrra en ágætt samt. Bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði ákváðu á síðasta fundi sínum að skamma veðurfræðinga fyrir það að fá ekki nógu góðar veðurspár...eins og veðurfræðingar hafi mátt við meira einelti!!!!

Bæjarráð er að tala um það að vegna þess að veðurspár séu ekki alveg réttar hafi ferðamannafjöldi á Héraði ekki verið nógu mikill. Ég held reyndar að það sé ekki ástæðan. Ég held að ástæðan sé sú að veðrið á Suðurlandinu er búið að vera óvenju gott. Ef það rignir ekki í kringum borgina þá fer fólkið í ferðalög nær borginni. Ef það rignir þar fer fólk frekar í aðra landshluta. Ég aftur á móti er ekki sáttur við að veðurfræðingarnir standa alltaf fyrir Austurlandi!!!

09 ágúst 2007

Hvalaskoðun

Í gær átti hann Jónatan afmæli. Hann varð sjö ára og við erum viss um að hann stækkaði helling. Dagurinn byrjaði á því að ég vakti hann með afmælissöng...hann vaknaði brosandi og glaður og tók utan mig. Klukkan níu fórum við og sóttum Máney og brunuðum síðan norður í land eða á Húsavík nánar til tekið. Klukkan tólf vorum við svo stödd í Náttfara og vorum að fara í hvalaskoðun. Veðrið var æðislegt og sáum við fullt af hvölum...við sáum svona 20 höfrunga, 2 risa hnúfubaka og 1 hrefnu og 74 Súr-Hvali;) Á leiðinni var boðið upp á kakó og snúða.

Um borð í bátnum voru 90-100 manns og þegar við vorum að vera komnir að bryggju stendur Jónatan fyrir framan mig og horfir í kringum sig...segir síðan..."Pabbi...þú bauðst svei mér mörgum í afmælið mitt"!!!!:D

Þegar við komum í land fengum við okkur að borða og hittum Odd Bjarna en hann er Ljótur Hálfviti:D Síðan skoðuðum við hvalasafnið og héldum síðan heim á leið. Á leiðinni heim stoppuðum við á jarðhitasvæðinu á Mývatni og löbbuðum þar í 20 stiga hita og sól. Við vorum komnir heim um klukkan átta þreyttir og sælir eftir vel heppnaðann dag.

Í dag er það svo vinna og í kvöld ætlum við Jónatan í siglingu með Lagarfljótsorminum.

06 ágúst 2007

Gott partý

Á laugardaginn fór ég í flotta skemmti ferð með Lóu, Rannveigu, Steinþóri, Sigríði og Jónu Björt. Við byrjuðum klukkan sjö á því að skella okkur í útreiðatúr í Hallormsstaðaskógi. Áður en lagt var af stað tæmdist ein freyðivínsflaska. Það var búið að mígrigna þannig að allt var rennandi blautt en við létum það ekkert á okkur fá. Ég var á hesti sem hét Staupi...passar kannski ekki alveg við mig svona öllu jöfnu en passaði ágætlega þetta kvöld. Áleiðinni var síðan stoppað og horft yfir skóginn. Geggjað flott. Svo var náttúrulega tekin smá hestaskál. Klukkan hálf níu vorum við komin aftur í hesthús og var þá að gera sig klár í að fara í siglingu. Við vorum öll rennblaut og skítug þannig að við fórum heim til Steinþórs að skipta um föt. Náðum því á mettíma og mættum á réttum tíma í ferjuna. Þetta þýddi það að við náðum ekki að tjalda fyrir siglingu.

Siglingin hófst síðan klukkan 21:00 og ég var kominn á bryggjuna klukkan ellefu....MORGUNINN EFTIR!!!! Jú eftir geggjaða skemmtun í siglingunni þar sem ég fór á kostum í dýfingum kvenna voru menn ekkert voðalega spenntir fyrir því að vera að fara að tjalda. Sömdum við því við skipstjórann um að vera dugleg á barnum og hann myndi í staðinn leyfa okkur að grilla og gista í bátnum. Hann tók síðan þátt í partýinu en klukkan tvö ákvað hann að nóg væri komið og svæfði okkur...sem var reyndar ekki erfitt.

Í gær fór ég síðan að ná í Jónatan sem var hjá afa sínum og ömmu á Stödda. Við komum heim um fimmleytið en þá fórum við og náðum í pizzu og dvd mynd (Bean Hollyday). Við ætluðum að hafa það næs og borða pizzu yfir fótboltaleik (Liverpool-Feyenord) en ég var varla sestur þegar það kom björgunarsveitarútkall. Ég fékk Sigríði til að vera með Jónatan og rauk í útkallið sem tók rúma 2 tíma. Þegar heim var komið borðaði ég kalda pizzu og horfði á Bean...hundleiðinleg mynd. Eftir myndina fórum við Jónatan inn í rúm og lásum aðeins. Við vorum að festa svefn þegar það kom annað útkall. Ég ræsti Siríði aftur út og rauk í útkallið...það var ekki búið fyrr en klukkan tvö...það var ekki erfitt að sofna þegar ég kom heim.

02 ágúst 2007

Forvitni

Jæja þá er skatturinn búinn að kveða upp dóm sinn og verð ég að segja hann hafa verið mér nokkuð góður þetta árið. Hann henti í mig vænni fúlgu og ég þarf ekkert að borga til baka. Hef yfirleitt fengið einhverja þúsundkalla 1. ágúst og þurft svo að borga svipað til baka einu sinni í mánuði út árið....Mér hefur alltaf fundist þetta skrítið fyrirkomulag.

En ég var ekki skattakóngur þetta árið...reyndar ekki í fyrra heldur. En nú eins og síðustu ár er aftur komin upp sú umræða um hvort skatturinn eigi að birta eða gefa út allar þessar upplýsingar. Fólk stendur upp á afturfæturnar og segir að fólki komi ekkert við hvað nágrannin hafi í laun og svo framvegis. Ég verð reyndar að segja fyrir mitt leiti þá líður mér ekkert betur þó að ég viti hvað Stebbi nágrenni hefur í laun...eða hvað hann borgar í skatt. Mér gæti bara ekki staðið meira á sama.

En ég er að spá...ætli það sé í alvörunni til fólk sem beinlínis líður illa ef þeir vita ekki hvað nágranninn hefur laun og skatta?

01 ágúst 2007

Langt flug

Ég kom austur úr borginni í gærkveldi. Mætti á flugvöllin klukkan 18:45 en vélin átti að fara klukkan 19:30. Lenti í smá þrasi við afgreiðslustúlkuna en hún vildi ekki að ég færi með tölvutöskuna í handfarangri þar sem hún væri rúm 7 kíló en það má bara fara með 6 kíló!!! Komust að samkomulagi að ég myndi taka tölvuna úr töskunni þegar ég myndi setjast!!! En ókey...vélin fór í loftið klukkan 19:30 og allt gekk að óskum. Ég var farinn að sjá rúmið mitt í hillingum þegar um 20 mínútur voru eftir af fluginu...en þá allt í einu beygði vélin og sneri við. Flugstjórinn tilkynnti okkur það að ísingarvarinn væri bilaður og við myndum lenda í Reykjavik eftir 40 mínutur.

Hann sagði jafnframt að það myndi heil vél bíða okkur þar og við myndum bara ganga beint yfir í vélina. Eftir svona korter tilkynnir hann svo að við munum ekki fara beint yfir í aðra vél heldur fara inn i flugstöðvarbyggingu og bíða þar í 5-8 mínútur. Ok...við lentum ...og flugfreyjan segir...velkomin til Reykjavíkur!!! Við fórum inn í bygginguna en þá var okkur tilkynnt að það yrði kallað út eftir hálftíma!!!

Klukkan 21:30 fór síðan vélin í loftið. Lentum svo klukkan 22:30...3 tímum eftir að við fórum upphaflega í loftið...geggjað gaman.