29 júní 2007

Bíltúr

Við Jónatan fórum í bíltúr í gær. Útbjuggum nesti og keyrðum áleiðis niður á firði yfir Fagradal. Stoppuðum upp á dal í leiðinda veðri og átum nestið okkar. Jónatan vildi ólmur fara niður á Stödda og var það ofaná. Eftir kaffisopa hjá afa hans og ömmu var okkur boðið upp á steiktan fisk. Síðan var ákveðið að fara í smá fjöruferð og veiða hornsíli. Veiðin gekk ágætlega og var aflanum sleppt að veiði lokinni. Þar sem orðið var mjög áliðið var okkur boðin gisting sem við þáðum.

Í morgun var síðan boðið upp á sjóstangveiði og veiddist bara þónokkuð af þorski og engin 175 kg lúða. Þegar búið var að gera að héldum við feðgar heim á leið. Þegar heim var komið vildum við ólmir fara í smá meiri bíltúr og tókum við hana Möggu Sveins með okkur. Fórum við inn í Atlavík og þaðan í Skriðuklaustur. Þar sleiktum við sólskinið og drukkum kaffi og kakó. Eftir það keyrðum við Fella-leiðina heim og komum við í Áskirkju. Þar sáum við 4 hreindýrstarfa...það er skrítið að sjá hreindýr svona neðarlega á þessum árstíma.

Eftir að hafa skilað Möggu heim fórum við Jónatan í Kaupfélagið mitt og keyptum okkur grillmat. Núna sitjum við á meltunni en Jónatan hámaði í sig 2 stóra bita og risa grillkartöflu...hann liggur núna og heldur um magann á sér skælbrosandi.

27 júní 2007

Fyndinn drengur

Jónatan háttaði sig inn í stofu áðan og ég var inn á baði að bursta tennurnar. Ég kallaði á hann að koma að bursta og heyrði að hann lagði af stað. Eftir smá stund lít ég fram og sé þá að hann hleypur í slow motion í áttina til mín. Hann var ber að ofan og í rauðum nærbuxum. Hann stoppaði...leit á mig skælbrosandi og sagði....ég er í nærbuxum frá Dress-mann....

26 júní 2007

Fjallganga

Í gærkveldi var mér boðið með í göngu. Ganga átti á Rembu. Ég tók því náttúrulega fegins hendi en samkvæmt upplýsingaskilti átti það að taka einn og hálfan tíma að ganga þangað. Við lögðum af stað frá Grunnskólanum Hallormsstað um klukkan hálf sex en auk mín voru í hópnum Soffía Sveins, Magga Sveins og Sigga lögga. Ég bjóst við að þetta yrði bara róleg og þægileg ganga en þar hafði ég rangt fyrir mér...þetta var ekki nein útsýnisganga. Þær gengu þræl greitt og það var allt upp í móti...og sumstaðar 90° brekkur. Ég gerði mitt besta til að hanga í þeim og gekk það bara bærilega. En þegar að Rembu var komið settist ég niður móður og másandi...heyrðist þá í Soffíu..." Huh...einn og hálfur tími my ass...við vorum bara hálftíma". Ég ætlaði að reyna að segja eitthvað en kom ekki upp orði...ekki fyrr en þær fóru að líta ofar og tala um að ganga kannski bara alla leið yfir. Þá sagði ég að það væri örugglega ekkert gaman því það væri líklega bálhvasst hinu megin. Með það gengum við niður aftur og það var miklu betra. Villtumst reyndar örlítið úr af leið en fundum stíginn aftur eftir smá villuráf...þar fékk ég viðurnefni Ævintýra-Þráinn sem hljómar bara ágætlega.

Fór svo í Lagarfellið að ná í Jónatan og fékk þar dýrindis slátur og rófur. Nú sitjum við Jónatan og erum að spá í hvað skuli gera í dag. Honum langar ekkert út og segir að það sé kominn vetur en ég er á því að fara eitthvað á rúntinn...jafnvel á Stödda eða eitthvað. Það er ekki eins gott veður og verið hefur en það er þó þurrt og ca. 12 stiga hiti. Ég vona satt að segja að hann fari að rigna því lóðin er að skrælna úr þurrki.

25 júní 2007

Góð helgi

Þetta er búin að vera þrælfín helgi. Hún byrjaði reyndar á fimmtudagskveldinu en þá var smá afmælisfagnaður á Café Nielsen. Þar var mjög góðmennt og góðkvennt. Þegar Nielsen lokaði fórum við á Hetjuna og skemmtum okkur þar fram eftir nóttu...eða til klukkan hálf tvö þegar Hetjan lokaði. Við reyndum að fá leigubíl en báðir leigubílsstjórarnir voru sofandi..eða svöruðu ekki síma...og svo er fólk að undra sig á að fólk sé að keyra ölvað hérna á Egilsstöðum. Þetta þýddi að fólk þurfti að labba yfir í Egilsstaði...en það var svo gott veður að ég það gerði ekkert til. Það voru reyndar sumir...eða reyndar sumar sem voru ekki í standi til að ganga og sem betur fer náði ég að redda þeim fari...hí hí hí.

Jónatan kom svo til mín á föstudeginum og brölluðum við ýmislegt. Um kvöldið gilluðum við og horfðum á Star Wars...skemmtum okkur konunglega. Við sváfum síðan þokkalega út á laugardeginum en við vöknuðum ekki fyrr en klukkan hálf ellefu. Fórum síðan í góðan göngutúr en svo fór hann til mömmu sinnar.

Á laugardagskvöldið var svo golfmót í leiðinda veðri. Mótið var samt mjög skemmtilegt en því lauk ekki fyrr en um klukkan 22:00. Eftir það fór ég á Café Níelsen og hitti þar Sigríði, Steinþór, Guðnýju og Möggu. Spjölluðum þar í góða stund en svo fóru flestir til síns heima...en ekki allir því.....................................(leyndó)

Á sunnudeginum ...................(leyndó)

Í morgun fór ég síðan og sló lóðina hjá Birtu, fékk mér kaffi og spjallaði við Sigríði. Á eftir ætlum við svo nokkur að fara í göngu einhvern staðar í Skriðdalnum. Þar munu ganga ég, Magga, Sigga Bú, Sigríður og kannski fleiri.

21 júní 2007

Ammli

Þetta er búinn að vera þéttur dagur. Vaknaði á Arahólum klukkan 7:30 og hafði mig til fyrir flug til Vestmannaeyja. Klukkan 8 hringdi Aldís Fjóla í mig og söng fyrir mig lagið "Hrognin með kartöflur í hálsinum"...mjög spes. Hún sagði mér alveg fullt sem ég mun blogga um á morgun. Klukkan 9:20 flaug ég ásamt Haffa framkvæmdarstjóra Samfés og Agnari úr Árbæ til Vestmannaeyja og funduðum þar um fyrirhugað landsmót Samfés sem halda á þar í haust.

Í hádeginu var gert fundarhlé og var okkur þá ekið áleiðis á einhvern veitingastað. Hann var niður við bryggju og þegar þangað var komið var mér réttur vindjakki og sagt "til hamingju með daginn". Var svo farið með mig út í gúmmíbát og við sigldum í einn og hálfan tíma í kringum eyjarnar í flottu veðri. Fengum sögur og annað beint í æð og sáum m.a. seli og hvali. Svo fékk ég óvænt brúnkukrem en einhver fuglsgarmurinn náði að drulla í andlitið á mér...það er bara gaman. Eftir siglinguna var síðan etið og svo kláruðum við fundinn, flugum til Reykjavíkur og ég síðan alla leið austur. Núna er ég að spá í að fara á Nielsen en þar er Lóa með eitthvað afmælisteiti en hún á líka afmæli í dag.

20 júní 2007

Sláttur að hefjast

Jæja þá er að hefjast sláttur hér í Árskógunum. Við Hjalti lögga látum ekki smá ósamstöðu slá okkur út af laginu. Við fáum lánaðan slátturtraktor og ég ætla að nota ofur-slátturorfið mitt. Þetta verður heljarinnar heyskapur því grasið er orðið þónokkuð hátt.

Í kvöld fer ég síðan til Reykjavíkur og síðan til Vestmannaeyja í fyrramálið. Þar er undirbúningsfundur vegna landsmóts Samfés sem haldinn verður þar í byrjun október. Ég byrja samt ekki formlega hjá Samfés fyrr en 23. júlí...orðinn frekar spenntur:)

Mig langar svona að lokum spjalla dáldið um málið hennar Jónínu Bjartmarz en í gær var úrskurðað að RÚV hafi brotið siðareglur blaðamanna þegar þeir fjölluðu um málið. Ég hef heyrt fólk enn þann daginn í dag vera að úthúða Jónínu fyrir þetta mál. Jú tengsl hennar við stúlkuna eru ótvíræð en það hefur hvergi komið fram að það hafi ráðið því að stúlkan hafi fengið ríkisborgararéttinn.

Eftir þessa umfjöllun stóð mikill fjöldi landsmanna upp og sakaði Jónínu um misbeitingu valds síns...en það var ekki að gagnrýna þá nefnd sem raunverulega tók ákvörðunina. RÚV og hluti þjóðarinnar dæmdi sem sagt Jónínu þrátt fyrir að hafa engar sannanir fyrir því að hún hafi nokkurs staðar komið nálægt málinu...en vitanlega tengdist hún tengdadóttir sinni.

Á sama tíma birtir síðan RÚV fullt af trúnaðarupplýsingum í sjónvarpinu og fólki virðist vera alveg sama um það!!!! Hvað er í gangi hjá okkur Íslendingum í dag...er okkur sama þó fólk sé "tekið af lífi" án þess að búið sé að sanna sekt þeirra í dag...Er nóg fyrir okkur að fjölmiðlar segi okkur það? Ókey...það eru örugglega einhverjir sem segja að þeir séu sannfærðir um að hún hafi misbeitt valdi sínu en það er enginn sem hefur beinlínis sannað það...og síðast þegar ég vissi þá er maður saklaus þangað til sekt manns er sönnuð.

18 júní 2007

Svakalega gott

Mikið svakalega var gott að koma heim. Við feðgarnir lentum í blíðunni klukkan 15:04...við erum sem sagt formlega búnir í Reykjavíkurogpottlausribústaðarferðinni. Í dag fórum við m.a. í Kringluna og Nauthólsvíkina. Það var bara ágætt. En best af öllu var að koma heim.

Grasið á lóðinni er orðið ansi hátt. Við í Árskógum 1a og 1b höfum verið að ráðgera að kaupa sláttutraktor. Ég náði ekki í neinn í Árskógum 1c áður en ég fór suður en ég sem sagt nánast negldi einn traktor fyrir sunnan í morgun í góðri von um að þau tækju vel í þetta. En annað kom á daginn þannig að það verður ekkert af kaupunum...en það var samt gott að koma heim.

Ég ætla að klára að ganga frá í vinnunni í þessari viku og byrja í fríi um helgina. Ég fer reyndar til Vestmannaeyja á fimmtudaginn vegna Samfés. Ég hlakka mjög til að byrja að vinna fyrir Samfés. Mikið asskoti var gott að koma heim.

15 júní 2007

Feðgar í borginni

Jæja þá erum við Jónatan búnir að skanna borgina aðeins. Byrjuðum að venju að fara á McDonalds...það er reyndar ekki fyrir mig en Jónatan naut þess vel. við fórum svo í Smáralindina og versluðum aðeins þar. Fórum síðan bara og chilluðum í Arahólum og pöntuðum okkur pizzu og kjúlla. Jónatan hámaði þvílíkt í sig að elstu menn muna ekki eftir að hafa munað annað eins. Hann át rúmlega hálfa 15" pizzu...ég sat bara og horfði á meðan herlegheitin fóru fram og passaði mig að vera ekki fyrir. Í morgun fórum við svo á fætur um klukkan níu og átum morgunmat. Fórum svo niðrí bæ og kíktum á verðandi skrifstofu mína og eitt stykki herskip. Eftir það fórum við á smá fund hjá BÍL sem var bara nokkuð gagnlegur. Erum núna staddur á Akranesi að bíða eftir að Friðbjörg og co geri sig klár í bústaðarferð.

Ég reyndar fékk þær hræðilegu fréttir að það væri ekki heitur pottur í bústaðnum...þetta er náttúrulega skandall. En við munum samt gera allt til að skemmta okkur vel.

Setning gærdagsins: Jónatan sagði þegar hann leit yfir borgina rétt fyrir lendingu: "Þetta er bara dáldið stórt þorp".

13 júní 2007

Alltaf fer ég suður

Nú er ég búinn að vera heima í nokkra daga og er þegar farinn að pakka fyrir næstu ferð. Á morgun fljúgum við Jónatan í borg óttans. Við ætlum að skemmta okkur þar á morgun en förum svo á Akranes á föstudagsmorgni. Þar pikkum við upp Friðbjörgu systir og dætur hennar tvær, Aþenu og Hildi Ýr. Við brunum svo í Munaðarnes þar sem við höldum upp á 70 ára afmæli pabba. Á sunnudeginum ætlum við Jónatan að chilla í borginni og njóta hátíðarinnar. Vona bara að við fáum gott veður. Við komum svo heim aftur á mánudeginum.

12 júní 2007

Bannað

Í dag held ég að það sé nokkuð gott lag á hvernig kvikmyndir eru merktar sem bannaðar. Það er sett nokkuð skýrt utan á hulstrin hve gamall maður þarf að vera til þess að horfa á viðkomandi mynd. Aldurstakmarkið fer síðan eftir því hversu "ógeðsleg" myndin er. Með þessu eiga foreldrar auðveldara með að halda börnum frá þeim myndum sem ekki eru ætlaðar fyrir þau. Þegar kvikmyndir eru sýndar í sjónvarpinu er einnig reynt að vara við myndum og er þá lógóið litað gult (Bi 12 ára) og rautt (Bi 16 ára). Þetta er líka mjög þægilegt fyrir foreldra. En þetta er ekki svona alltaf. Í fréttatímum er stöðugt verið að sýna viðbjóðslegar myndir af stríði, morðum og nauðgunum. Þær myndir eru sýndar á kvöldmatartímum og þær myndir eru ekki merktar sem bannaðar. Það er nota bene ekki langur tími á milli barnatímans í sjónvarpinu og fréttatímans. Finnst fólki þetta allt í lagi. Ef ég mætti ráða þá myndi ég ekki láta sýna þessar fréttir fyrr en í tíufréttum og þá með viðeigandi lit á lógóinu. Margt af þessu eru líka ekki fréttir lengur heldur frekar fréttaskýringar...þá á ég t.d. við öll þessi stríð í austurlöndum fjær. Mér finnst að fréttatímar á kvöldmatartíma eigi að vera fyrir alla fjölskylduna.

11 júní 2007

Heima er bezt

Það er gott að vera kominn heim og það var æðislegt að sofa í rúminu sínu. Í dag erum við Silla að klára umsóknina fyrir BÍL...kláruðum reyndar í gær en þar sem vinnutölvan mæin virkaði gátum við ekki alveg klárað. Ég er síðan að byrja að ganga frá í vinnunni áður en ég hætti. Ég heyrði í Jónatan í gær og hann er mjög spenntur fyrir suðurferðinni okkar. Við förum væntanlega á miðvikudaginn suður og chillum þar í 2 daga. Á föstudeginum förum við siðan á Akranes og sækjum Friðbjörgu systir og dætur hennar. Þaðan förum við svo í Munaðarnes og eyðum þar helginni með familíunni en pabbi gamli ætlar að halda upp á sjötugsafmælið sitt þar. Hugsa að við Jónatan komum aftur heim á mánudaginn.

09 júní 2007

Frábær vika

Já það er svo sannarlega hægt að segja að vikan hafi verið viðburðarík. Ég er sem sagt kominn heim að sunnan úr frægðar för:) Hér á eftir ætla ég aðeins að rifja ferðina upp.

Mánudagur: Ég fór suður með Fokker 50. Ég steinsvaf í vélinni en vaknaði við öskur og læti...vélin var að lenda sem sagt og fékk á sig hliðarvind í lendingunni. Við það hallaðist vélin og lenti síðan á vinstra hjólinu...skaust svo upp í loftið aftur og lenti síðan á því hægra en vinstra hjólið fylgdi síðan fast á eftir...en ég sem sagt glaðvaknaði. Ég tók á leigu bílaleigubíl og fór beint í Hitt Húsið en þar mætti ég í atvinnuviðtal hjá Samfés. Þeir voru sem sagt að auglýsa eftir framkvæmdarstjóra og var ég einn af 8 umsækjendum. Við vorum síðan 3 valdir til þess að mæta í viðtal. Viðtalið gekk bara vel og leið mér mjög vel eftir það. Eftir viðtalið fór ég síðan í Þjóðleikhúsið að kanna aðstæður...þar var tekið vel á móti mér og fórum við yfir það sem gera þurfti. Ég gerði það sem gera þurfti og var búinn að því svona um fimm leitið. Um kvöldið fór ég síðan í mat hjá mömmu og pabba. Fékk þar fínan kjúkling með frönskum.

Þriðjudagur: Ég vaknaði snemma og fór niðri Aðalflutninga til þess að leiðbeina þeim með leikmyndina. Fór síðan upp í Þjóðleikhús á smá fund sem gekk mjög vel. Klukkan tvö fékk ég síðan hringingu frá Samfés þar sem mér var sagt að ég fengi starfið...ég er sem sagt orðinn framkvæmdarstjóri Samfés. Stuttu eftir það sótti ég Unni, Pétur, Eygló og Fjólu á flugvöllinn. Eygló skutlaði ég síðan í Mosó en Fjóla fór til dóttur sinnar...við hin fórum í Kringluna. Um kvöldið borðuðum við síðan saman...ég, Oddur Bjarni, Unnur, Eygló og Lóa en við snæddum dýrindis máltíð á Ning´s. Eftir það skiptum við Oddi út fyrir Óttar (kærasti Lóu) og fórum í bíó. Við sáum Pirates of the Carabbian í VIP sal...það var þægilegt og myndin var bara nokkuð skemmtileg.

Miðvikudagur: Ég og Unnur fórum snemma niðrí Þjóðleikhús og hittum þar Odd Bjarna og Ásdísi...ræddum þar nokkur mál og eftir það fórum við og versluðum það sem eftir var að versla. Klukkan þrjú kom síðan Aðalflutningar með leikmyndina...þeir reyndar þurftu að koma þrisvar sinnum því það kom í ljós að þeir gleymdu einu bretti og síðan gleymdu þeir göngugrindinni. En þetta skilaði sér allt. Allir sem enn tóku nú til við að henda leikmyndinni upp og fengum við aðstoð frá sviðsmönnum Þjóleikhússins. Þeir voru vægast sagt frábærir og var aldrei neitt vesen. Samhliða þessu var síðan unnið í ljósum. Klukkan tíu var síðan allt komið upp og fórum við þá upp á gistiheimili en Unnur var eftir til að mála leikmyndina. Ég, Solla, Eygló og Fjóla fengum okkur síðan einn öl fyrir svefninn.

Fimmtudagur: Vorum mætt upp í leikhús klukkan tíu og var þá byrjað að kjúa inn ljósin. Það tók reyndar ansi langan tíma og fór það reyndar þannig að því lauk ekki fyrr en um klukkan fjögur. Þá var tekið létt tæknirennsli og svo fengum við pásu klukkan sex. Þá fórum við og gleyptum í okkur en við vorum mætt aftur um sjöleytið. Sýningin hófst svo klukkan átta og við vorum að sjálfsögðu með rauða lukt ( þýðir að það var uppselt). Sýningin heppnaðist mjög vel og áhorfendur tóku okkur frábærlega. Eftir sýninguna var síðan Þjóðleikhúsið með móttöku fyrir okkur og gaf okkur blóm og steinflís úr vegg þjóðleikhússins. Einnig fegnum við snyttur og léttvín. Þegar þessu lauk fórum við á tónleika með Ljótu hálfvitunum. Þeir voru alveg frábærir.

Föstudagur: Fórum allt of snemma á fætur...en við vorum bara svo svöng. Ég bauð upp á morgunverðarhlaðborð í stráka-íbúðinni og eftir það var farið að versla í Kringlunni. Ég verslaði alveg helling og er bara sáttur við það sem ég keypti. Ég, Solla og Eygló eyddum svo saman deginum en ég er ekki frá því að þær hafi gengið í barndóm þennan dag...Um tvö leitið fórum við síðan og hvíldum okkur fram að sýningu. Klukkan fjögur fékk ég meldingu frá Þjóðleikhúsinu að það væri uppselt og allar línur rauðglóandi. Það þýddi það að við fengum rauða lukt en það telst mikill heiður. Sýningin tókst síðan frábærlega vel og áhorfendur voru æðislegir. Eftir sýningu fórum við svo í partý í Hljómskálann en hún Bára Siggulárusystir reddaði okkur því. Þar var mikið grín og glens en um klukkan þrjú var svo farið á pöbbinn. Við eldri borgarar vorum reyndar alveg búnir á því og fórum bara heim í háttinn.

Laugardagur: Ég vaknaði alveg dauðþreyttur um klukkan tíu. Fann Steinar Pálma inn í herbergi en hann hafði einhvernveginn náð að skila sér heim. Við pökkuðum niður og fórum í Kringluna og fengum okkur kaffisopa. Klukkan hálffjögur vorum við síðan mætt á flugvöllinn og tékkuðum okkur inn. Þegar síðan var kallað út í vél varð mér litið á flugmiðann minn og sá að ég hét Fríða Margrét Sigvaldasóttir...ég hugsaði með mér að þetta gæti bara gerst fyrir mig og fór í afgreiðsluna þar sem 5 stúlkur voru með smá saumaklúbb. Þær hlógu smá að mér og sögðu að ég væri bara fín Fríða. Þegar ég svo kom í röðina aftur tók ég eftir því að röðin hafði ekkert færst áfram...ung stúlka var í einhverjum vandræðum við hliðið:D

En sem sagt frábær ferð og þúsund þakkir til allra sem tóku þátt í þessu ævintýri okkar:)

03 júní 2007

Samsæri 9/11

Þær kenningar að eitthvað hafi verið gruggugt við árásina á Pentagon 11. september 2001 eru að verða sífellt háværari. Ég hef aðeins verið að skoða þetta á netinu og verð að segja að þeir sem halda því fram að ekki sé allt með felldu hafi eitthvað til síns máls. Af öllum þeim myndum sem teknar voru þennan dag sést hvorki tangur né tetur af vélinni. Rannsóknir fræðimanna sýnir það líka að það sé afar ólíklegt að skemmdirnar séu eftir flugvél...líklegra sé að þær séu eftir flugskeyti. Þetta segja þeir af því að það eru engin ummerki eftir vængina á Boing 757 sem átti að hafa flogið á Pentagon. Sé þetta satt liggur beinast við að beina augunum að Bandaríkjastjórn...var þetta allt saman sjónarspil til þess að fá stuðning við stríð? Var á milli 3-4000 manns fórnað til þess? Hvað mig varðar þá gæti ég alveg trúað því á Gogga litla Bush! Hann er nú ekki eins og fólk er flest. Ég læt hérna fylgja nokkrar síður sem ég fann um þetta allt saman.

Samsærissíða 1
Samsærissíða 2
Samsærissíða 3
Vídeó (horfið vel hægra megin á 1:26)
Annað vídeó

02 júní 2007

Sprækur

Í gærkveldi kom til mín gott fólk. Það voru þau Oddur Bjarni, Jón Gunnar og Dandý OSOS sem kíktu á mig til þess að horfa á England-Brasilía. Við grilluðum og drukkum eðal-gott rauðvín með. Góður matur, gott vín og frábær félagsskapur. Oddur Bjarni flutti svo frá mér í morgun og kvöddumst við með táraflóði:D

Dandý kíkti síðan á mig í morgun til þess að sækja leyndó pakka...en hún er að halda upp á afmælið hennar Söndru í dag....sú á eftir að verða glöð þegar hún sér pakkann.

Ég fór á Stöðvarfjörð klukkan 10 í morgun að sækja Jónatan. Þar var vel tekið á móti manni að vanda. Við Jónatan ætlum síðan að njóta dagsins og ekki útilokað að við kíkjum í Atlavíkina og jafnvel inn í Skriðuklaustur. Í kveld munum við svo grilla og borða á okkur gat.