Í gær fór ég á hestbak...hef ekki farið á hestbak í allavegna 15 ár. Jóna Björt bauð mér í smá túr...eða 2ja tíma túr í geggjuðu veðri og frábæru umhverfi. Það var ekki amalegt að ríða um Hallormsstaðaskóginn í 20 stiga hita, sól og blíðu. Ég er reyndar ekki alveg eins ánægður í dag...dáldið illt í botninum. Lítur ekki mjög vel út ef einhver spyr afhverju maður gangi svona...svarið yrði: " Jú var ríðandi í Hallormsstaðaskógi í 2 tíma í gær og er að drepast í rassinum".
Ég las í morgun þessa frétt á mbl.is. Þar segir frá manni sem hélt konu sinni í gíslingu í Þórsmörk. Ástæðan fyrir því að ég tek þetta upp hér er að maður er að heyra allt of mikið af svona hlutum. Er fólk alveg að tapa sér! Og svo í gær skaut maður annann mann sem var að taka saman við fyrrverandi konu hans!!! Á Íslandi!!! Á Kringlumýrabrautinni!!! Með riffli!!! Ég vona svo sannarlega að svona atburðir fái fólk til að hugsa...svo svona endurtaki sig ekki...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Það er svo erfitt að ímynda sér hvað fer í gegnum hausinn á öðru fólki. En stundum er fólk alveg klikkað af ást. og þá alveg staurklikkað..
Mikið öfunda ég þig að hafa verið ríðandi í Hallormsstaðaskógi í 2 tíma ;) Hefði viljað taka þátt í því...en sleppa rasssærindum ;)
Rassinn er nú bara fljótur að jafna sig:) Er að spá í að fara í dagsferð seinna í sumar...þegar ég er búinn að fara í hvalaskoðunina:)
Ertu sem sagt betri í bossanum ;) Það verður gaman að sjá þig eftir dagsferð hahahaha... Stelpurnar spurðu mikið um þig morgun, ha er hann farinn?
Góða ferð austur í kvöld
Skrifa ummæli