16 maí 2007

Home sweet home

Þá er seinni bústaðarferðin búin og tókst hún með eindæmum vel. Byrjuðum klukkan 18 í pizza-hlaðborði og fórum svo inn í Einarsstaði. Þar vorum við í fótbolta til svona ellefu og klukkan tólf fóru allir inn í sinn bústað en við vorum með 3 bústaði. Við vorum bara 4 í mínum bústað en við skemmtum okkur bara vel. Ég sagði draugasögur til klukkan 3 en þá fóru allir skjálfandi að sofa...þetta er dáldið góð brella því það þorir enginn að vera á ferli eftir svona krassandi draugasögur.

Og þá að Þjóðleikhúsmálum. Sendinefndin er farin að kanna aðstæður. Það eru þau Oddur Bjarni, Unnur og Guðrún sem eru sendiherrar og frúr okkar. Það kemur þá endanlega í ljós hvort við sýnum í Kassanum eða Kúlunni og hvort það verði ein eða tvær sýningar. Á morgun förum við síðan með leikmyndina út í Eiða og reynum að vera eins dugleg og við getum við að koma henni upp.

Jónatan er að spila á sínum fyrstu tónleikum í dag og ég er mjög spenntur að sjá hann:)

En nú er ég lúinn og ætla að ná mér í smá kríu.

Engin ummæli: