10 maí 2007

Hundfúll

Já ég er alveg hundfúll yfir því að hann Eiki sé ekki í úrslitum...og að sjá austantjaldsþjóðirnar raða sér í öll sætin...það er eitthvað verulega skrýtið við þetta. Ég held samt að við ættum ekki að hætta að keppa í keppninni heldur aðlaga okkur að henni. Á næsta ári ættum við því að semja við eitthvað þekkt pólsk tónskáld og biðja það að semja fyrir okkur hressilegann polka. Fá síðan pólskt verkafólk til þess að flytja lagið fyrir okkur. Með því myndum við fljúga inn í úrslitin og vinna næstu keppni.

En kvöldið var þó ekki alslæmt...ég, Unnur og Jónatan fórum í grill til Jóns og Sillu og var þar etið, drukkið, spjallað og hlegið...það er alltaf gott að koma til Jóns og Sillu. En núna er ég orðinn lúinn og er að spá í að fara að sofa. Egglosverkurinn hefur ekki vart við sig aftur og Vibba...sko ef að ég er með egglos...þá er ég varla óléttur...eða hvað?

8 ummæli:

Siggadis sagði...

Ég er þér sammála með þessa keppni og tel þetta vera frábæra hugmynd til að vera pottþétt með að ári! Legg til að þú farir strax að huga að söfnun yfirvaraskeggs svo þú getir bara tekið málið að þér :-)

Nafnlaus sagði...

Dobre Not

Nafnlaus sagði...

Já ég yrði örugglega sigursæll með yfirvaraskegg:D

Nafnlaus sagði...

Ókei explorer er kannski að virka en þá er kommentið sem átti að vera horfið úr huga mínum. grát og skæl.

Nafnlaus sagði...

Sko Þráinn, bíddu í svona 2 mánuði, farðu þá í apótek og kauptu þungunarpróf, og sjáðu til, þú ert óléttur!!
Sigga Lára mælir með að fengin verði hljómsveit sem heitir Ljótu hálfvitarnir til að keppa fyrir okkar hönd á næsta ári. Þeir ku spila einmitt svona tónlist sem virðist ganga í mannskapinn, minna svolítið á Grænu negrakerlingarnar sem komu hingað til lands fyrir margt löngu. Fullt af köllum, misljótum og hálfvitalegum. Gerist ekki betra.

Aldís Fjóla sagði...

En þráinn... Pólland komst ekki áfram, það myndi ekkert virka... :)

Þráinn sagði...

Þeir mega ekki kjósa sjálfan sig en öll pólska þjóðin myndi kjósa okkur:)

Þráinn sagði...

Þeir mega ekki kjósa sjálfan sig en öll pólska þjóðin myndi kjósa okkur:)