08 maí 2007

Nýtt líf

Jæja þetta fer allt ágætlega af stað. Ég byrjaði reyndar á því að gleyma passwordinu en ég er búinn að redda þessu...og ég held ég sé bara nokkuð góður í þessu...ég held ég sé bara nokkuð blogginn. Ég hef þegar fengið 3 gesti en það eru þær Dandý og Sigga Lára að ógleymdum góðvini mínum honum Nafnlaus en við höfum þekkst mjög lengi.

Ég, Fjóla og Eygló fórum inn í Hallormsstað í gærkveldi að þrífa herbergin. Við vorum svaka dugleg og náðum að klára herbergin á innan við 2 tímum!!! Svo fórum við leikararnir (Ég, Eygló og Lóa) í viðtal hjá RÚV og vorum búin þar um ellufuleytið í gærkveldi. Við hlustuðum síðan á viðtalið og þar var bara ágætt.

Dagurinn hefur síðan farið í að undirbúa sumarbústaðarferð sem ég er að fara í með 10. bekkinn á morgun. Einnig hefur maður náttúrulega verið að plana Þjóðleikhúsferð og æfingar fyrir það. Það eru 3 dagsetningar í boði en það er 31. maí, 3. júní og 7. júní. Verður ákveðið á fundi kveld hvaða dagsetning verður fyrir valinu.

Svo styttist nú óðum í kosningar og ég er skíthræddur um að ég gleymi að kjósa...flokkurinn má nú ekki við því. Ég hef ekkert náð að fylgjast með kosningabaráttunni en mér hefur fundist sem hún snúist aðalega um skoðanakannanir...mér finnst eins og þær hafi hreinlega drekkt baráttunni! En það er á brattann að sækja og hvert atkvæði gildir.

Well nóg í bili og eigið góðan dag:)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bloggið, og að muna passwordið;)
Já stóðum við okkur ekki vel!?!
Eygló

Varríus sagði...

Velkominn í hóp bloggverja!

Það small, rúsína.

Nafnlaus sagði...

Sæll Brói til hamingju með síðuna þína ég kíkti í gærkvöldi en vildi ekki skilja eftir comment þar sem þú varst í password vandræðum.
Liturinn á síðunni er táknrænn og hæfir komandi helgi, myndi samt breyta honum fljótlega eftir helgi ;)
Með kveðju og sannfæringu um að kjósa rétt ;)
Friðbjörg systir

Nafnlaus sagði...

Gottgott. Þá getur maður allavega logið einhverju "nokkurn veginn" í fólk.

Nafnlaus sagði...

kosningar, piff.. ég fór næstum að gráta þegar ég sá mynd af sjálfstæðisflokknum í einhverjum boring pósti.. Þau voru ÖLL með sama varalitinn. Líka strákarnir. Má ég þá biðja um Ómar Ragnars sem er bara með sínar þurru varir, notar ekki púður og jú svo er hann með skalla, sem er gott því það fer svo mikið rafmagn í að blása hár og svo eru hárefni óholl og eyða ósonlaginu.