29 júní 2007

Bíltúr

Við Jónatan fórum í bíltúr í gær. Útbjuggum nesti og keyrðum áleiðis niður á firði yfir Fagradal. Stoppuðum upp á dal í leiðinda veðri og átum nestið okkar. Jónatan vildi ólmur fara niður á Stödda og var það ofaná. Eftir kaffisopa hjá afa hans og ömmu var okkur boðið upp á steiktan fisk. Síðan var ákveðið að fara í smá fjöruferð og veiða hornsíli. Veiðin gekk ágætlega og var aflanum sleppt að veiði lokinni. Þar sem orðið var mjög áliðið var okkur boðin gisting sem við þáðum.

Í morgun var síðan boðið upp á sjóstangveiði og veiddist bara þónokkuð af þorski og engin 175 kg lúða. Þegar búið var að gera að héldum við feðgar heim á leið. Þegar heim var komið vildum við ólmir fara í smá meiri bíltúr og tókum við hana Möggu Sveins með okkur. Fórum við inn í Atlavík og þaðan í Skriðuklaustur. Þar sleiktum við sólskinið og drukkum kaffi og kakó. Eftir það keyrðum við Fella-leiðina heim og komum við í Áskirkju. Þar sáum við 4 hreindýrstarfa...það er skrítið að sjá hreindýr svona neðarlega á þessum árstíma.

Eftir að hafa skilað Möggu heim fórum við Jónatan í Kaupfélagið mitt og keyptum okkur grillmat. Núna sitjum við á meltunni en Jónatan hámaði í sig 2 stóra bita og risa grillkartöflu...hann liggur núna og heldur um magann á sér skælbrosandi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessaður.. Alltaf gott að fara á Stöddann.. Elska stöddann.. áfram súlan