14 september 2007

Hlakka til helgarinnar

Jæja þá er að koma enn önnur helgin. Tíminn er hættulega fljótur að líða. En þetta stefnir í flotta helgi. Jónatan er að koma í kvöld en hann er nýskráður sem flugkappi hjá FÍ. Hann var dáldið smeykur við að fljúga einn en svo kom í ljós að afi hans og amma eru skráð með sama flugi og hann...bæði fram og til baka.

Hann er búinn að setja saman þétt prógramm fyrir helgina en það er nokkurnveginn svona:

Fös.
21:10 Sækja kauða
21:30 MacDonalds
22:00 Heim að sofa

Lau
10:00 Vakna og morgunmatur
11:30 Horfa á Liverpool leik
13:30 Pizza Hut
14:00 Skoðunarferð um Smáralindina
15:00 Húsdýragarðurinn
17:00 Bíó
19:00 Heimsókn til afa og ömmu
22:00 Heim að sofa

Sun
10:00 Vakna og morgunmatur
12:00 Keyra á Akranes og heimsækja mann og annan
16:00 Komið aftur í bæinn og kíkt í Kringluna
17:40 Mæting á flugvöll
18:10 Flogið aftur austur
19.00 Þráinn leggst upp í rúm og andar:D

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OH svona kósý helgi hjá ykkur. Þetta verður gaman.. bið að heilsa drengnum. Hafið það gott.

Nafnlaus sagði...

Vá, það er eins gott að vera í góðu formi fyrir svona dagskrá;-)