10 september 2007

Róleg helgi

Já þetta var bara róleg og þægileg helgi. Var ekkert að vinna og gat bara slakað á. Fór í leiklestur með Hugleik á laugardegi og sunnudegi. Þar voru lesin 5 MJÖG mismunandi leikrit. Þau voru súr, fyndin, alvarleg, söguleg, ýkt og ég veit ekki hvað og hvað. Mjög gaman samt. Fór svo í matarboð á Akranes...fékk ofur kjúlla a´la systir.

í vikunni ætla ég svo í bíó að sjá Astropíu...hef ekki farið í bíó síðan ég sá Pirates of the Carabian. Annars er bara nóg að gera í vinnunni. Er að undirbúa Starfsdag sem haldinn verður í Skagafirðinum, Landsmót sem haldið verður í Vestmannaeyjum og Stílkeppni sem haldin verður í Kópavoginum.

Það er ótrúlega mikill munur að keyra í vinnuna úr Kópavoginum en úr Breiðholtinu. Það er nánast eðlilegur umferðarhraði úr Kópavoginum á meðan það er allt stopp úr Árbænum og Breiðholti. Það er sem sagt satt hjá kauða....ÞAÐ ER GOTT AÐ BÚA Í KÓPAVOGI:)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OH mér leiðist.. það er rólegt og þá er ég svo löt.. leti leti leti er að drepa mig núna.