25 maí 2007
13 days
Í dag eru 13 dagar þangað til við sýnum í Þjóðleikhúsinu. Miðasalan fer vel af stað en það er uppselt á fyrri sýninguna. Við fórum í samlestrar-roadtrip í gær en þá keyrðum við á Höfn og til baka...tókst bara mjög vel. Í kvöld ætlum við síðan að fara út í Eiða og fara yfir allt props og búninga. Oddur Bjarni kemur síðan á morgun og þá hefjast æfingar...reyndar bara samlestur á laugardegi og svo æfing á sunnudegi. Svo er það náttúrulega fagnaðarpartý annað kvöld en þá ætlum við að koma saman hjá Fjólu, grilla og skemmta okkur fram eftir nóttu. Geimið byrjar klukkan 21:00 og eru allir velunnarar LF velkomnir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sæll.. vona að það verði gaman í partý hjá þér.. og á æfingu og á sýningu og á leið til Reykjavík.
Skrifa ummæli