Í dag er alveg hundleiðinlegt veður og það er reyndar búið að vera þannig í nokkra daga. Norðan átt með kulda og trekki. Þetta er reyndar alls ekkert ósvipað því sem það var fyrir nákvæmlega ári síðan. Fyrir ári síðan vorum við að leita að honum Pétri Þorvarðarsyni en hann hafði gengið frá Grímsstöðum að næturlagi. Hann fannst látinn 21. maí 2006 en menn telja að hann hafi gengið 70-90 kílómetra. Ég er búinn að hugsa mikið til þessa atburðar undanfarið og er að átta mig meira og meira á því hversu mikið þetta tók á mann...og þá í leiðinni hversu mikið áfall þetta var fyrir fjölskyldu hans. Í sumar ætlum við að reyna að fara með fjölskyldu og vinum Péturs heitins þá leið sem hann gekk. Það verður þó aldrei fyrr en í lok júní byrjun júlí.
En þá að öðru. Í gærkveldi fór ég með Lóu, Sigríði (sem er nýbyrjuð að vinna í Birtu), Óttari og Justin Timberlake á Café Nielsen. Þau fengu sér rauðvín og bjór en ég bað um eitthvað óáfengt...og Hólý Mólý...drykkurinn sem ég fékk var bleik-fjólublá-órange rauður á litinn...en bragðið vandist þannig að þetta var allt í lagi. Fljótlega voru tekin upp spil og við spiluðum Stress, Lýgi, Ólsen og Ólsen og Ólsen og Ólsen upp og niður til klukkan að verða tvö. Þarna var um hörku keppni að ræða og ómögulegt að segja um hver vann en það eru nokkrir klóraðir, bitnir og marðir eftir keppnina...Eftir spilamennskuna vildu Lóa, Óttar og Justin Timberlake fara á Hetjuna og keyrði ég þau yfir. Þar var nú ekki margt um manninn eða í raun varla nokkur hræða....við sáum reyndar einn mann ganga frá barnum og inn á klósett...ekki það að það skipti neinu máli. Við ákváðum þá bara að kvöldið væri búið og fórum heim. En kvöldið var bara mjög skemmtilegt:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli