Jæja...nú er maður aðeins búinn að ná sér eftir Evróvision og lífið heldur áfram. Er að skipuleggja seinni sumarbústaðarferðin með 10. bekkinga. Sú ferð verður á þriðjudag og vænti ég þess að það verði bara gaman. Síðan er allt að fara á fullt í leiklistinni...styttist óðum í þjóðleikhúsferð. Ætlum að fara að kíkja á leikmyndina á sunnudag og reyna að finna okkur húsnæði til þess að setja hana upp. Iðavellir eru ekki lausir þannig að við þurfum að leita að einhverju öðru. Ætli það endi bara ekki með því að við setjum hana upp í stofunni hjá mér!!!
Ég fór í kaffi niðrí Birtu í morgun...og áður en ég vissi voru Birta og Lóa búnar stilla mér upp á miðju verslunargólfinu og voru að máta á mig gleraugu...en mig langaði bara í kaffi. En sem sagt...ég er að fá mér ný gleraugu...mig langar samt meira í kaffi!!!
Svo er það að kjósa á morgun...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Erða Þráinn sjálfur?
Júbb ég er Þráinn sjálfur...erða Lilja sjálf?
Skrifa ummæli