Jæja þá erum við formlega byrjuð að æfa Listin að lifa. Við lásum tvisvar yfir handritið í gær og ótrúlegt en satt...við nánast kunnum þetta ennþá. Það er ótrúlegt hvað svona situr lengi í heilabúinu. Við náum vonandi 2-3 samlestrum áður en Oddur Bjarni kemur. Leikmyndin fer upp í kveld þannig að þetta er allt að gerast.
Ég lenti í dáldið skrýtnu síðast þegar ég tók bensín. Bíllinn minn var nánast tómur og ég fór því á bensínstöð og dældi 55 lítrum af bensíni á tankinn...kostaði ca. 6.504 krónur. Síðan rölti ég inn í rólegheitunum og fer í röðina. Fremstur í röðinni var einhver útlendingur sem var greinilega ekki sáttur...hann reifst og skammaðist á þýsku en afgreiðslumaðurinn skildi ekkert...hann sagði bara euro euro eitthvað og alltaf versnaði skapið í þjóðverjanum sem að lokum rétti afgreiðslumanninum pening og rauk síðan blótandi og ragnandi út. Þegar síðan kom að mér spurði afgreiðslumaðurinn hvað hann gæti gert fyrir mig. Ég sagði honum að ég væri með bensín á dælu 5. Afgreiðslumaðurinn horfði þá á mig tómum augum leit síðan á peningakassann og svo aftur á mig....og sagði...Útlendingurinn borgaði fyrir þig!!! Og það sem meira var... útlendingurinn var ekki einu sinni á bíl!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hahaha! Segið svo að ekkert sé á túrisma að græða!
Búin að bóka flugfar austur á föstudag og suður á mánudag. Stóla á að einhverntíma á þessu tímabili verði partí!
heppinn þú! Þarf ég virkilega að spyrja á hvaða bensínstöð þetta var!
Gaman að rekast á þig í bloggheiminum ;)
kveðja frá baunalandi
Hahahahhaha... gott að þetta gerðist akkúrat með þjóðverja... hahaha - af öllum þjóðum :-) Kveðja úr sólinni fyrir sunnan og í sinni - Siggadís
Ertu nokkuð að plata..
Skrifa ummæli