Æfingar ganga mjög vel hjá okkur og mér fynnst dagarnir líða undarlega hratt. Það er allt í einu kominn þriðjudagur og orðið minna en vika þangað til ég fer suður. Pétur og Steinar Pálmi mættu á fyrstu æfinguna sína í gær og stóðu sig með prýði. Steinar Pálmi verður hljóðmaður hjá okkur en sá sem var með okkur í vetur kemst ekki.
Mér fynnst afþreyingar menningin hérna á Egilsstöðum alveg til skammar. Í fyrrakvöld ætluðum ég, Dandý og Steinunn að skella okkur á kaffihús. Ég var að æfa til ellefu og við fórum á Café Nielsen klukkan hálf tólf en þá var verið að loka staðnum og reka alla út! Nota bene...það var frídagur daginn eftir. Við vorum náttúrulega hissa en ákváðum samt að hengja ekki haus heldur fórum niðrá Hótel Hérað. Þar hittum við fyrir næturvörðinn sem sagði okkur að við gætum fengið okkur skyndikaffi því hótelið myndi loka eftir 20 mínútur! Þá voru góð ráð rándýr en við ákváðu sem sagt að fá okkur skyndikaffi...sem reyndar varð ekki skyndikaffi því næturvörðurinn læsti okkur inni og hleypti okkur ekki út fyrr en klukkan tvö. Þá fórum við aðeins á rúntinn en það var allt steindautt...meira að segja Hetjan var næstum tóm.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
heyr heyr.. ég er svo sammála. Það eru allir skemmti og afþreyingastaðaeigendur djöfull boring... ég er samt ekkert í fýlu.
Skrifa ummæli