Jæja þá er komið að seinni 10. bekkjarsumarbústaðarsamræmduprófslokaskemmtiferðardæminu. Herlegheitin byrja klukkan 18:00 í Söluskálanum með smá pizzu áti. Síðan verður farið inn í Einarsstaði og tjúttað fram á nótt. Í hádeginu á morgun grillum við og förum síðan heim aftur og verðum komin svona um eitt leytið.
Á morgun ætlum við svo að flytja leikmyndina út í Eiða og byrjum að henda henni upp og æfum alla helgina....ekki veitir af því tíminn flýgur áfram. Mér leist reyndar ekki á blikuna í gær því all out of a sudden rauk upp í mér hitinn og varð bara þræl veikur en ég náði að sofa í mig bata og er svona nokkurn veginn eðlilegur í dag...eða svona eins eðlilegur og ég get orðið.
Það hefur nú lítið gerst í pólitíkinni...framsókn og íhald eru að ræða saman. Ég eiginlega vona að framsókn dragi sig út úr stjórnarsamstarfinu...og að þeir verði í stjórnarandstöðu næsta tímabil. Þannig er sterkara að byggja flokkinn upp að nýju og þá gæti hann komið sterkur inn í næstu kosningum. Það alla vegna má ekki gerast að framsókn fari með stjórnarandstöðuflokkunum í ríkisstjórn. Þau hafa allt kjörtímabilið ráðist á framsóknarflokkinn og framsóknarfólkið og í flestum tilfellum mjög óverðskuldað og mörg ófögur orð fallið...en nú allt í einu þurfa þau á framsókna að halda...ég segi ekki meir...jú...Ó MY GOD!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hei þetta með hitann og veikindin. þá var Sandra líka svona í nótt.. þetta var gerinn eða eggið sem notað var í pizza deigið. ;)
Gaman að rekast á þig í bloggheimum :)
Skrifa ummæli