23 ágúst 2007

Mikið að gera

Jæja þá er maður kominn á fullt í vinnunni. Náði líka menningarnótt í borginni. Hitti þar fullt af austfirðingum sem var mjög skemmtilegt. Ég tók daginn snemma og horfði aðeins á maraþonhlaupið. Þar þekkti ég nokkra hlaupara í 10. km skokki og eru hér tímar þeirra: Boðvar 53 mín, ELÓ 63 mín, Jón Gunnar 68 mín. Allt hörkuhlauparar. Ég reyndar sá ekki þegar ELÓ og Böðvar komu í mark en ég heyrði hvininn.

Klukkan 16 fór ég síðan og hlustaði á Ljótu Hálvitana á Miklatúni og voru þeir æðislegir. Þar hitti ég Jón og Sillu, Friðjón, Ragga, Lóu, Óttar, Zoffa, Böðvar, Odd Bjarna og Margréti. Um kvöldið rölti ég svo um borgina með þeim Friðjóni og Ragga....og við sáum FÆREYINGA!!!!

Á mánudaginn fór ég síðan á Samfés fund á Ísafirði. Við funduðum til fjögur en þá var tekið fundarhlé og farið á Flateyri en þar átti að sýna okkur kajaka. Við fórum í kajakana og okkur var ýtt úr vör...héldum svona að við værum að fara að róa í höfninni...en nei ekki aldeilis. Við rérum út úr höfninni og var stefnan tekin að landi hinu megin í firðinum. Þegar þangað var komið var tekin 90° vinstri beygja og róið inn fjörðinn. Veðrið var æðislegt...sól og logn. Eftir tvo tíma fórum við að spyrja hvað við myndum fara langt...þá sagði leiðsögumaðurinn..."Bara að bryggjunni...eða eigum við að fara lengra?" Við litum þá inn í botn og sá þar glitta í smá bryggju...við sögðum náttlega strax nei nei...og rerum af stað...en það var sama hvað við rérum alltaf virtist bryggjan vera jafn langt frá. En að lokum hafðist þetta þó og við komum á hótelið um klukkan átta sæl og glöð eftir allavegna 17 km kajakróður....jæja ókey 8 km.

Um kvöldið var síðan aðeins þjórað og spilað spil sem heitir Varúlf. Við spiluðum 4 spil og ég var 3svar varúlfurinn sem er einskonar met held ég. En í kvöld er ég að fara til Danmerkur með 14 unglinga. Það verður ábyggilega mjög gaman en ég segi ykkur frá því seinna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var það varúlfur í London eða París.. ? var það kannski í Fellabæ.. eða ertu kannski að plata ?