06 ágúst 2007

Gott partý

Á laugardaginn fór ég í flotta skemmti ferð með Lóu, Rannveigu, Steinþóri, Sigríði og Jónu Björt. Við byrjuðum klukkan sjö á því að skella okkur í útreiðatúr í Hallormsstaðaskógi. Áður en lagt var af stað tæmdist ein freyðivínsflaska. Það var búið að mígrigna þannig að allt var rennandi blautt en við létum það ekkert á okkur fá. Ég var á hesti sem hét Staupi...passar kannski ekki alveg við mig svona öllu jöfnu en passaði ágætlega þetta kvöld. Áleiðinni var síðan stoppað og horft yfir skóginn. Geggjað flott. Svo var náttúrulega tekin smá hestaskál. Klukkan hálf níu vorum við komin aftur í hesthús og var þá að gera sig klár í að fara í siglingu. Við vorum öll rennblaut og skítug þannig að við fórum heim til Steinþórs að skipta um föt. Náðum því á mettíma og mættum á réttum tíma í ferjuna. Þetta þýddi það að við náðum ekki að tjalda fyrir siglingu.

Siglingin hófst síðan klukkan 21:00 og ég var kominn á bryggjuna klukkan ellefu....MORGUNINN EFTIR!!!! Jú eftir geggjaða skemmtun í siglingunni þar sem ég fór á kostum í dýfingum kvenna voru menn ekkert voðalega spenntir fyrir því að vera að fara að tjalda. Sömdum við því við skipstjórann um að vera dugleg á barnum og hann myndi í staðinn leyfa okkur að grilla og gista í bátnum. Hann tók síðan þátt í partýinu en klukkan tvö ákvað hann að nóg væri komið og svæfði okkur...sem var reyndar ekki erfitt.

Í gær fór ég síðan að ná í Jónatan sem var hjá afa sínum og ömmu á Stödda. Við komum heim um fimmleytið en þá fórum við og náðum í pizzu og dvd mynd (Bean Hollyday). Við ætluðum að hafa það næs og borða pizzu yfir fótboltaleik (Liverpool-Feyenord) en ég var varla sestur þegar það kom björgunarsveitarútkall. Ég fékk Sigríði til að vera með Jónatan og rauk í útkallið sem tók rúma 2 tíma. Þegar heim var komið borðaði ég kalda pizzu og horfði á Bean...hundleiðinleg mynd. Eftir myndina fórum við Jónatan inn í rúm og lásum aðeins. Við vorum að festa svefn þegar það kom annað útkall. Ég ræsti Siríði aftur út og rauk í útkallið...það var ekki búið fyrr en klukkan tvö...það var ekki erfitt að sofna þegar ég kom heim.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá en þú duglegur í djamminu

Nafnlaus sagði...

Þú ert bara "partyanimal" hvernig er bossinn, betri en síðast? Ég hefði kannski átt að skella mér á séns álfanna :)