28 ágúst 2007

Danmörk og Svíþjóð

Þá er maður kominn úr norðurlandaferðinni. Fór með ungmennaráð Samfés til Svíþjóðar og Danmerkur. Ferðin var mjög skemmtileg og tókst bara vel. Föstudagurinn og sunnudagurinn voru að vísu mjög langir og það var ekki mikið sofið í ferðinni...en maður er víst bara einu sinni ungur...hí hí hí.


Það var gaman að rölta um í miðbæ Köben. Yfirbragðið þar er allt svo rólegt að manni fannst stundum að maður ganga í svefni...eða eitthvað. Við fórum að sjálfsögðu í tívolíið og þar var ég gersamlega plataður til að fara í eitthvað það hræðilegasta tæki sem til er. Held það heiti Drekinn. Það er eitthvað tæki sem í allskonar hringi aftur á bak og áfram...ég hélt ég myndi enda líf mitt þarna. En allt kom fyrir ekki neitt...ég lifði þetta af en ætla ekki aftur í þetta. Alla vega ekki strax.


Ég stefni á að koma austur næstu helgi og verð þar í nokkra daga. Hlakka til að hitta Jónatan en ég sakna hans gríðarlega mikið. Maður kíkir líklega á ljósakvöld á Stöðvarfirði en það er haldið í Steinasafni Petru. Það er alltaf mjög flott og skemmtilegt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hei við sjáumst kannski á ljósakvöldi. það ætti að verða gaman

Nafnlaus sagði...

Velkomin aftur til landsins, þér er alveg óhætt að kíkja í kaffi :)
þín litla systir