09 ágúst 2007

Hvalaskoðun

Í gær átti hann Jónatan afmæli. Hann varð sjö ára og við erum viss um að hann stækkaði helling. Dagurinn byrjaði á því að ég vakti hann með afmælissöng...hann vaknaði brosandi og glaður og tók utan mig. Klukkan níu fórum við og sóttum Máney og brunuðum síðan norður í land eða á Húsavík nánar til tekið. Klukkan tólf vorum við svo stödd í Náttfara og vorum að fara í hvalaskoðun. Veðrið var æðislegt og sáum við fullt af hvölum...við sáum svona 20 höfrunga, 2 risa hnúfubaka og 1 hrefnu og 74 Súr-Hvali;) Á leiðinni var boðið upp á kakó og snúða.

Um borð í bátnum voru 90-100 manns og þegar við vorum að vera komnir að bryggju stendur Jónatan fyrir framan mig og horfir í kringum sig...segir síðan..."Pabbi...þú bauðst svei mér mörgum í afmælið mitt"!!!!:D

Þegar við komum í land fengum við okkur að borða og hittum Odd Bjarna en hann er Ljótur Hálfviti:D Síðan skoðuðum við hvalasafnið og héldum síðan heim á leið. Á leiðinni heim stoppuðum við á jarðhitasvæðinu á Mývatni og löbbuðum þar í 20 stiga hita og sól. Við vorum komnir heim um klukkan átta þreyttir og sælir eftir vel heppnaðann dag.

Í dag er það svo vinna og í kvöld ætlum við Jónatan í siglingu með Lagarfljótsorminum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með grísinn.. Skrítið að bjóða 90-100 manns og ég fékk ekki einu sinni sms.. góða skemmtun í kvöld

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra hvað þið sáuð marga hvali. Reyndi að ná í ykkur aftur en þá voruð þið ekki í símasambandi. Heyri í ykkur fljótlega :)
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ Í GÆR FRÆNDI OKKAR, ÞÚ ERT FLOTTASTUR!!

Ása Hildur sagði...

Til hamingju með strákinn