Jæja þá er komið að kosningadeginum mikla. Við Jónatan sváfum fram eftir...hann vaknaði klukkan 9 og fór að horfa á barnaefni og ég dormaði aðeins lengur. Við fórum síðan í kosningabíltúr og kíktum í kosningaframsóknarkaffiveislu. Þar var ofur kaffi-hlaðborð...brauðréttir, brauðterta, pönnukökur, kleinur, tertur, kökur, flatbrauð m/hangikéti og örugglega margt fleira. Jónatan borðaði á sig gat en hann fór 5 ferðar!!! Svo settist hjá okkur kona með hlaðinn disk...hún byrjaði strax að fárast yfir því að eitthvað hlyti þetta nú að kosta og lét í það skína að þarna væri um skattpeningana okkar að ræða. Ég útskýrði þá fyrir henni að það væru félagsmenn sem myndu alfarið sjá um að versla inn og baka og þetta væru þeirra peningar...þá ljómaði hún öll spændi í sig matinn...mig grunar að hún sé þarna enn þá. Síðan settist hjá okkur Villi nokkur á Brekku og sagði okkur gamlar kosningasögur...hann er alltaf hress kallinn.
Eftir kaffið fórum við síðan að kjósa en það er bara einn kjörstaður í sveitafélaginu og held ég að það hafi ekki verið góð hugmynd. Ein kjördeildin var svo stýfluð að það var biðröð langt útá bílaplan. Ég var í óstýfluðu kjördeildinni þannig að ég var enga stund að kjósa rétt.
Í kvöld ætlum við Jónatan síðan að grilla saltfisk og hörpudisk og horfa síðan á sjónvarpið með nammi og gos. Jónatan sofnar örugglega klukkan níu eins og vanalega en ég ætla að vaka eftir úrslitunum. Ég er dáldið spenntur og vona svo innilega að stjórnin haldi með svona 4-5 mönnum. Ég held að það sé ekki gott fyrir okkur Austfirðinga að fá vinstri stjórn. En nóg í bili...eigiði góðan dag, skemmtilegt kvöld og spennandi nótt:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Vá... það væri nú fínt að fara að túra kosningaskrifstofurnar með þér í kvöld.. gangi þér vel að fylla skarðið mitt.. og Friðjóns... jei!! og mundu hver var vinsælasti starfsmaðurinn í fyrra í sumarbústaðnum.. me baby... me... bið að heilsa heim..
HÆ hæhæhæhæ. ég fylgdist með kosningavöku til 23:30 en þá fór ég að sofa.. var að spá í að bjalla í þig en hélt að þu værir pissfullur í partý.. :)
Þessi nafnlausi er ég. Dandý.. Talvan mín er andsetin þess vegna gerist þetta stundum
Hi hi...þú hefðir átt að bjalla...ég sat bara heima og glápti á imbann:)
Þarftu nokkuð áfallahjálp Þráinn minn?
Skrifa ummæli