Jæja þá er ég byrjaður að blogga!!! Og það fyrsta sem ég blogga um er líka ekkert smá...ég er sem sagt að fara að leika í Þjóðleikhúsinu!!! Leikritið Listin að lifa var nebblega Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins:)
Já en helgin var annars svona:
- Héldum aðalfund BÍL sem tókst æðislega
- Hitti margt skemmtilegt fólk
- Var veislustjóri á hátíðarkvöldverðinum...kannski ekki alveg nógu góð hugmynd
- Athyglisverðasta áhugaleiksýningin
- Við Elísabet Freyvangsdóttir leiklásum hið frábæra verk Fröken Heppin...það fer í Þjóðleikhúsið á næsta ári
- Svaf lítið...eitthvað sem þarf að bæta á framtíðar BÍL þingum
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Sæll
Já auðvitað fer maður í komments.. En til lukku sparigrís. Núna þekki ég einn frægann mann.. Og ég geri alltaf tvo punkta.. kem svo og sé þig í leikhúsinu.. :) fyrsta kvitt frá mér
Þetta er algjörlega ástæða til að byrja að blogga!
Dem, þá þarf ég að bæta við linkasafnið mitt... Það er líka orðið svo úrelt.
og ég aftur.. núna er ég í mat og er að lesa aftur það sem þú bloggaðir.. ég er svo fljót að gleyma.. sem er gott þá lærir maður oftar :)
Sæll Þráinn og takk fyrir góða móttöku á þingi - auðvitað eru bækurnar um ungfrýrnar klassískar bókmenntir sem ætti að lesa sem víðast! Hlakka til að sjá ykkur á sviði allra landsmanna.
Kv. Guðfinna Slefyssingur
Skrifa ummæli