10 maí 2007

Go Eiki

Jæja þá er ég kominn heim úr sumarbústaðarferðinni og þetta gekk alveg frábærlega vel. Það mættu 27 unglingar og allir skemmtu sér konunglega. Ég fer síðan með annan hóp 15. maí og þá er það búið.

Í kvöld er það síðan Eurovision...júhú...ég fer til Jóns og Sillu og ætlum við að grilla og hafa það næs. Ég vona svo sannarlega að hann Eiki kallinn komist áfram. Þá verður sko gaman á laugardaginn:) Kosningasjónvarp og Eurovision...það hljómar sem ágætisblanda. Ég hugsa að Jónatan verði hjá mér og munum við vafalaust djamma fram eftir kveldi og chilla með hamborgara í annari og pizzu í hinni. Ég hlakka mjög mikið til.

Að lokum er það síðan mál málanna í dag en það er egglosverkurinn!!! Einhver sagði mér að svona verkir væru algengir og þeir myndu vara í 2-3 daga...þeir eru að vísu ekki algengir hjá KARLMÖNNUM!!! En jú verkurinn var farinn á 3ja degi þannig að það stemmir allt...en samt...Sko ókey ef ég væri með egglos...hvert ætti eggið þá að fara þegar það losnar? Sko miðað við verkinn þá var um strútsegg að ræða þannig að það ætti ekki að fara fram hjá manni!!! Að þessu sögðu held ég að þarna hafi ekki verið um egglos að ræða heldur eitthvað annað.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll sláinn, það er svo margt sem getur verið á niðurleið; egglos, pungsig, geðlægð.

Kveðja, Jóngrill

Nafnlaus sagði...

Eg held þú sért óléttur, hefnist fyrir allt jóðlífs-talið um helgina! Fyrst að Svartsenegger gat þetta getur þú það líka, þú sem ert að verða jafn-frægur leikari og hann!

Nafnlaus sagði...

Jih, hvað ég bið svakalega að heilsa í grillið. En hvað væri nú skemmtilegt að grilla og tjilla með ykkur.

Nafnlaus sagði...

Veistu hvar ég vildi vera núna? Ég vildi fara út að borða á nielsen á borðinu okkar.. síðan fara að horfa á eurovision með þér og Friðjóni.. og máski dóru, hver veit.. já lífið er hart í danmörku..

Nafnlaus sagði...

þráinn - ég held að þú sért brottnumin af geimverum á regular basis - það er laaaanglógískasta skýringin á krónískum krankleik þínum, allt frá fjörfiski til guðmávitahvað:)