Þá er Oddur Bjarni leikstjóri kominn austur til okkar og æfingar því formlega hafnar. Fórum í gegnum allt leikritið í gær og það gekk bara mjög vel. Það var reyndar dáldið skrýtið að fara í hlutverkið aftur en mjög gaman.
Í gærkveldi var síðan fagnaðar partý heima hjá Fjólu. Þar var grillað, etið og drukkið fram eftir nóttu. Á grillið var settur þurrkryddaður Jóhannes og rann hann vel ofaní veislugesti...við þökkum Bónus fyrir matinn. Eftirtaldir létu sjá sig í partýinu: Fjóla the Host, Bjössi the Man, Víðir smiður, Una fyrrverandi smiðsfrú, Unnur leikmyndahönnuður, Steinar Pálmi tilvonandi hljóðmaður, Eymundur leikmyndageimir, Evelyn traktorgella, Hollywoodstjarnan, Lóa Leika, Eygló líka, Dr Siggi, Silla gjaldkeri, Sigríður perraskáld, Skotta perraskáldshlustari, Oddur Bjarni leikstjóri, Sigga Lára höfundur, Bára the Saxofón, Guðjón Sigvalda, Lubbi Klettaskáld, Halldóra Malen, Stebbi Ben, Steini Von Höfn og Róbert Fjólusonur. Sem sagt hörkugott partý.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
"það vantaði bara Aldísina þá hefði þetta teiti verið fullkomnað.." bara að fylla upp í eyðurnar gamli minn... ;)
ef ég er perraskáldahlustari, hvað ert þú þá?
Skrifa ummæli