Jæja þá er loksins komin sól á Héraði og brosið færist í leiðinni yfir andlit Héraðsmanna. Ég var í fimmtugsafmæli klukkan níu í morgun en hann Sverrir Gestsson er búinn að lifa af í hálfa öld...geri aðrir betur...eða já pabbi minn hefur gert betur því hann verður sjötugur 18. júní...geri aðrir betur. Hann ætlar að halda upp á afmælið í Munaðarnesi í bústað...þar verður chillað í heita pottinum með hamborgara í annari og pizzu í hinni...eða eitthvað.
Ég fór að borða á Nielsen í gærkveldi með Lóu, Sigríði og Skottu. Fékk mér spjót með allskonar gummsi...very good. Spiluðum svo í smá stund en svo var bara farið að sofa enda dáldið ryðgaður eftir laugardagskvöldið. Í kvöld verður síðan fyrsti samlestur hjá okkur leikurunum og er ég mjög spenntur:)
Oddur Bjarni kemur líklega um næstu helgi og ætlum við að byrja á smá partýi þar sem við fáum eins marga og við getum til þess að koma og fagna með okkur. Ef það verður gott veður ætlum við að grilla úti en ef það verður vont veður ætlum við að grilla úti. Allir sem vettlingi geta valdið mæti og fagni fagni fagni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Þú segir nokkuð. Kannski við mæðgur skreppum bara austur. Verðum hvort sem er fyrir norðan. Hvaða kvöld er partíið?
Líklega á föstudagskveldi...ekki alveg ákveðið 100% þó
Gaman að geta fylgst með þér svona. Erum búin að panta miða á sýninguna :)
Góða skemmtun með allt sem er í gangi hjá þér næstu daga.
fyndið hvað þú ert að taka djamminu alvarlega.
Já ætli sé ekki hægt að líkja mér við belju sem sleppt er út að vori:D
Skrifa ummæli